Níu liðsmenn Skákdeildar Breiðabliks taka þátt í skákhátíðinni Halmstad Open sem fram fer í Halmstad í Svíþjóð dagana 29.-31. maí.
Fulltrúar Breiðabliks á mótinu eru:
Open
Gunnar Erik Guðmundsson
Markús Orri Jóhannsson
Sigurður Páll Guðnýjarson
Örvar Hólm Brynjarsson
Þjálfari hópsins er Daði Ómarsson.
Tefldar verða átta umferðir, þar af fjórar atskákir (30+12) og fjórar kappskákir (90+30). Mótið er tvískipt en annars vegar er boðið upp á opinn flokk og hins vegar u1600 stiga flokk. Teflt er í stórum sal í Hamstad Teater og eru aðstæður með besta móti. Sýnt er beint frá efstu borðum í báðum flokkum.
Að loknum fyrsta keppnisdegi, þar sem tefldar voru fjórar atskákir, er Gunnar Erik efstur Íslendinganna í opnum flokki með 3 vinninga. Í u1750 stiga flokknum hafa Hrannar Már, Aðalsteinn Egill og Þórarinn Víkingur 2 vinninga.
Örvar Hólm fékk tvenn bókaverðlaun í gær eftir að hafa unnið óvæntustu sigra umferðanna í skákum þar sem munaði mestu á skákstigum keppenda.
Fimmta umferð hófst í dag kl. átta að íslenskum tíma.
Hlekkur á Halmstad open
https://resultat.schack.se/ShowTournamentServlet?id=14211
Hlekkur á u1750
https://resultat.schack.se/ShowTournamentServlet?id=14212
Beinar útsendingar
https://lichess.org/broadcast/halmstad-open-2025/round-4/W16YJirE#boards
















