FIDE birti ný alþjóðleg skákstig í dag. Helgi Fannar Óðinsson 7 ára kemur inn á lista og Héðinn Steingrímsson er kominn aftur yfir 2500 stig.
Stigahæstu skákmenn og konur
Vignir Vatnar Stefánsson (2512) hækkaði um 3 stig í mánuðinum og er stigahæstur. Héðinn Steingrímsson (2502) hækkaði um 10 stig og rauf 2500 stiga múrinn aftur. Hjörvar Steinn Grétarsson (2494) féll út af listanum eftir að hafa verið óvirkur í eitt ár.
Olga Prudnykova (2271) er stigahæst skákkvenna en Lenka Ptácníková (2154) hækkaði um 39 stig í öðru sætinu.

Ungir og Gamlir
Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2362) lækkaði um tólf stig í mánuðinum en er enn stigahæstur ungmenna. Benedikt Briem (2225) náði öðru sætinu án þess að tefla eftir erfiðan mánuð hjá Adam Omarssyni (2103).
Héðinn Steingrímsson er stigahæstur á viskualdrinum.

Breytingar
Sigurbjörn Hermannsson (1904) hækkaði mest í mánuðinum eða um 48 stig. Hlutfallslega hækkaði Lenka þó mest í mánuðinum eða um 39 stig með lægri stuðul.
Fjöldi skáka
Adam Omarsson tefldi mest í mánuðinum eða 23 skákir. Tvíburar og mæðgin voru svo öll með 18 skákir.

Nýir á lista
Þrjú koma ný inn á lista, öll eftir góðan árangur í Sumarsyrpu TR. Anh Hai Tran, sigurvegari síðustu syrpu fullkomnar sumar þar sem hann er búinn að mæta á nánast öll skákmót með því að komast inn á lista með 1692 stig. Hinn 7 ára Helgi Fannar Óðinsson kemur inn á lista með 1569 stig.













