FIDE birti í dag ný alþjóðleg skákstig. Héðinn og Vignir deila efsta sætinu.

Stigahæstu skákmenn og konur

Héðinn Steingrímsson (2502) og Vignir Vatnar Stefánsson (2502) deila efsta sætinu eftir smá stigatap Vignis í mánuðinum. Jóhann Hjartarson (2473) komst upp í þriðja sætið með flottum árangri á Evrópumóti taflfélaga.

Olga Prudnykova (2271) er stigahæst skákkvenna en Hallgerður Þorsteinsdóttir (2070) og Guðrún Fanney Briem (1998) áttu besta mánuðinn kvennamegin.

Ungir og gamlir

Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2373) er stigahæstur íslenskra ungmenna. Benedikt Briem (2222) er áfram annar.

Héðinn Steingrímsson (2502) er stigahæstur á vizkualdrinum en bæði Jóhann Hjartarson (2473) og Henrik Danielsen (2470) minnkuðu forskot hans í mánuðinum.

Breytingar

Milosz Úlfur Olszewski (1610) hækkaði langmest í mánuðinum og komst í 100 stiga klúbbinn.

Nýir á lista

6 nýliðar koma inn á lista. Stigahæstur þeirra er Torfi Karl Ólafsson (1730). Emilía Klara Tómasdóttir (1426) kemur 8 ára inn á stigalista.

- Auglýsing -