Sigurbjörn Hermannsson meistari Skákskólans 2025

Sigurbjörn Hermannsson sigraði á Meistaramóti Skákskólans 2025.

Sigurbjörn hlaut 5,5 vinning í umferðunum 7. Sannfærandi sigur hans í lokaumferðinni gegn Benedikt Þórissyni réði úrslitum að lokum eftir jafna og spennandi keppni.

Verðlaunahafar á Meistaramóti Skákskólans

Ingvar Wu Skarphéðinsson og Markús Orri Jóhannsson hlutu báðir fimm vinninga og enduðu í næstu sætum.

Aukaverðlaun fyrir bestan árangur miðað við eigin skákstig hlutu Iðunn Helgadóttir (U20), Theódór Eiríksson (16), Birkir Hallmundarson (U13) og Róbert Heiðar Skúlason (U10).

Róbert Heiðar Skúlason tefldi 169 stigum ofar en raunstig
Birkir Hallmundarson hlaut stigaverðlaun í flokki U13
Theódór fékk aukaverðlaun í flokki U16
Iðunn Helgadóttir tefldi mjög vel á mótinu og árangurinn var 135 stigum betri en hennar eigin stig

Beinar útsendingar

Mótið á Chess-results

Chessable gaf hluta verðlauna á mótinu.

Sigurbjörn Björnsson, fyrrum nemandi Skákskólans, gaf öllum keppendum mótsgjöf og fær kærar þakkir fyrir það.

Meistaramót Skákskóla Íslands fer fram 19.-21. desember.
Teflt er í húsnæði Skákskóla Íslands, Faxafeni 12.

Dagskrá:

1.-4. umferð kl. 17:00-20:00 föstudaginn 19. desember (atskákir, 15+5)
5. umferð kl. 11:00 laugardaginn 20. desember
6. umferð kl. 17:00 laugardaginn 20. desember
7. umferð kl. 11:00 sunnudaginn 21. desember

Í fyrstu fjórum umferðunum verða tímamörk:
15+5, 15 mínútur á alla skákina auk 5 sekúndna sem bætast við við hvern leik.

Í umferðum 5-7 verða tímamörk:
90+30, 90 mínútur á alla skákina auk 30 sekúndna sem bætast við við hvern leik.

Mótið er reiknað til alþjóðlegra skákstiga.

Verðlaun:

1. sæti: Ferðakostnaður á skákmót að verðmæti 50 þúsund kr. Veglegur verðlaunagripur og sæmdarheitið Meistari Skákskóla Íslands.

2. sæti: Ferðakostnaður á skákmót að verðmæti 30 þúsund kr.

3.sæti: Úttekt hjá Chessable, 15.000 kr.

Veitt verða aukaverðlaun fyrir bestan árangur miðað við eigin skákstig í eftirfarandi aldursflokkum:

17-20 ára
14-16 ára
11-13 ára
10 ára og yngri

Chessable styrkir mótið og gefur hluta verðlauna.

Verði keppendur jafnir að vinningum skal teflt um það hver telst sigurvegari  mótsins. Mótsstig eru látin gilda um önnur sæti.

Mótsstig:
1. Buchholz -1
2. Bucholz
3. Sonneborn Berger
4. Innbyrðis viðureign

Miðað er við að einungis sé hægt að vinna til einna verðlauna. Verðlaunaafhending fer fram strax að móti loknu.

- Auglýsing -