FIDE birti ný alþjóðleg skákstig í dag. Íslandsmót skákfélaga er inní tölunum þannig að margir skákmenn eru með skráðar skákir í mánuðinum. Engar breytingar eru þó á efstu mönnum en Markús Orri Jóhannsson (1969) hækkaði mest í mánuðinum.
Stigahæstu skákmenn og skákkonur
Vignir Vatnar Stefánsson (2536) og Olga Prudnykova (2271) eru en stigahæst þrátt fyrir að hafa lækkað lítillega í mánuðinum. 4 næstu konur hækkuðu í mánuðinum og eru nú 5 konur með yfir 2000 stig eftir að hafa verið 2 í mars.

Ungir og gamlir
Aleksandr Domlachuk-Jonasson (2357) og Héðinn Steingrímsson (2492) eru stigahæstir af ungum og vitrum skákmönnum.

Breytingar
Marskús Orri Jóhannsson (1969) náði næstum því í 100 stiga klúbbinn með 98 stiga hækkun í mánuðinum og sömu sögu má segja um Hilmar Frey Birgisson (1706) úr Goðanum sem hækkaði um 94 stig.

Fjöldi
Duglegustu skákmenn síðasta árs halda uppteknum hætti á þessu ári en Aleksandr Domalchuk-Jonasson og Vignir Vatnar Stefánsson tefldu báðir 16 skákir í mánuðinum.

Nýir á lista
8 skákmenn koma nýir inn á lista, þeirra stigahæstur er Auðunn Haraldsson með 1826 stig.














