Suðurlandsmótið í skólaskák fer fram miðvikudaginn 2. apríl í Laugalandsskóla Holtum.
Mótið hefst kl. 12:30 og teflt er í þremur einstaklingsflokkum:
1.-4. bekkur, 5.-7. bekkur og 8.-10. bekkur.
Tefldar verða 7 umferðir og umhugsunartími verður 5 mín + 3 sek á hverja skák.
Mótsstjórn áskilur sér rétt til breytinga á fyrirkomulagi.
Reiknað er með að mótshaldið taki um 2 klst.
Mótið er opið fyrir alla grunnskólanemendur á Suðurlandi.
Skilyrði fyrir þátttöku er að keppendur hafi lært grunnatriði skáklistarinnar.
Verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki.
Sigurvegari hvers flokks fær keppnisrétt á Landsmótinu í skólaskák sem fram fer á Ísafirði í byrjun maí.
Skráningarfrestur er til kl. 13:00, þriðjudaginn, 1. apríl.
- Auglýsing -