Í samvinnu við Skáksamband Íslands efnum við til Svæðismóts í skólaskák fyrir Norðurland eystra. Teflt verður um sæti á Landsmótinu í skólaskák á Ísafirði 3-4. maí nk.
Teflt verður um svæðismeistaratitil í þremur aldursflokkum:
1-4. bekk
5-7. bekk
8-10. bekk
Hver skóli á svæðinu má senda keppanda í hvern aldursflokk. Þó ætti að vera pláss fyrir a.m.k. þrjá frá þeim skólum þar sem áhuginn er mestur, jafnvel fleiri.
Teflt verður í Skákheimilinu. Yngsti flokkur hefur keppni kl. 15:00, en eldri flokkarnir tveir kl. 17:00.
Þátttakendur keppa hver fyrir sinn skóla.
Mótsgjald er kr. 1000 fyrir hvern þátttakanda.
Þátttaka tilkynnist til mótsstjóra á netfangið askellorn115@gmail.com fyrir lok dags hinn 3. apríl.
- Auglýsing -


















