Yfirlýsing um framboð
Ég, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, lýsi hér með formlega yfir framboði mínu til embættis forseta Skáksambands Íslands. Forsetakosning fer fram á aðalfundi sambandsins sem haldinn verður á Blöndósi, laugardaginn 14. júní 2025, kl. 13:00.
Frá árinu 2018 hef ég sinnt fjölbreyttum og ábyrgðarfullum störfum innan íslenskrar skákhreyfingar, þar á meðal sem:
- Varaforseti Skáksambands Íslands
- Formaður kvennaskáknefndar
- Formaður stjórnar Skákskóla Íslands
- Skákkennari m.a. hjá Taflfélaginu Helli, skákdeild Fjölnis og Hauka og Skákskóla Íslands
- Skákstjóri og mótahaldari
- Virkur þátttakandi í umbótastarfi innan skákhreyfingarinnar með áherslu á málefni stúlkna og kvenna, siðareglur, agamál og uppbyggingu heilbrigðs og hvetjandi skákumhverfis
Með þessu framboði býð ég fram krafta mína til að hlúa að fjölbreytileika hreyfingarinnar, efla samstarf og tryggja traustan grunn fyrir komandi kynslóðir skákmanna og -kvenna.
- Auglýsing -
















