Íslenski hópurinn, frá vinstri: Ingvar Þór, Markús Orri J, Mikael Bjarki, Ingvar Wu, Gunnar Erik, Jósef, Adam, Markús Orri Ó, Nökkvi Már, Guðrún Fanney, Theódór Helgi, Iðunn, Pétur Úlfar, Birkir, Haukur Víðis, Björn Ívar og Róbert Heiðar.

Evrópumót ungmenna í skák hófst í dag í Budva í Svartfjallalandi. Mótið stendur yfir frá 29. okt til 7. nóv.

Ísland á 15 fulltrúa á mótinu. Þeir eru:
U8 Róbert Heiðar Skúlason
U10 Pétur Úlfar Ernisson
U10 Nökkvi Már Valsson
U12 Haukur Víðis Leósson
U12 Birkir Hallmundarson
U14 Jósef Omarsson
U16 Markús Orri Óskarsson
U16 Markús Orri Jóhannsson
U16 Mikael Bjarki Heiðarsson
U16 Theódór Helgi Eiríksson
U16-stúlknaflokkur Guðrún Fanney Briem
U18 Ingvar Wu Skarphéðinsson
U18 Adam Omarsson
U18 Gunnar Erik Guðmundsson
U18-stúlknaflokkur Iðunn Helgadóttir

Þjálfarar hópsins eru Björn Ívar Karlsson og Ingvar Þór Jóhannesson

Flestir íslensku keppendanna tefldu upp fyrir sig, stigalega, í 1. umferð. Markús Orri Jóhannsson lagði FM Hugo Plaidit (2268) að velli með svörtu mönnunum. Haukur Víðis Leósson, Jósef Omarsson og Guðrún Fanney Briem unnu öll stigalægri andstæðinga. Markús Orri Óskarsson gerði jafntefli við FM Kenneth Hobson (2307). Aðrir íslenskir keppendur töpuðu sínum skákum.

Hér lék FM Plaidit (2268) 19. Rxa6? með hugmyndinni 19. … Dxa6 20. Dd7+ Kf8 21. Hhf1 Be7 22. Hd6! En Markús Orri Jóhannsson svaraði með 19. … Be7! og riddarinn átti enga útgönguleið. Hvítur hafði ekki nægar bætur í framhaldinu og Markús vann góðan sigur.

Vígalegur íslenskur hópur á leið á skákstað. Jósef fremst, flottur fulltrúi Íslands sem skartar lopapeysu í suðurhöfum!

Vel fer um íslenska hópinn í Svarfjallalandi. Gist er á stóru hótel-svæði við strönd Budva, sem er fallegur staður. Skammt frá er Sveti Stefan, sem skákáhugamenn þekkja frá endurkomueinvígi Fischers og Spassky árið 1992.

Sveti Stefan er lítil eyja, eða hólmi, þar sem einvígi Fischers og Spassky fór fram 1992
Þjálfarar fara yfir málin á liðsfundi
Frá opnunarhátíð mótsins
Það er ekki að ástæðulausu að landið heitir Svartfjallaland!
Haukur og Ingvar fara yfir skák dagsins

Skák.is flytur ykkur fréttir af gangi mála í næstu umferðum. Sýnt er beint frá efstu borðum allra aldursflokka og hefjast útsendingar alla daga kl. 13:15 að íslenskum tíma, utan síðustu umferðar sem hefst kl. 12:15.

Chess-results
Beinar útsendingar
Heimasíða mótsins

- Auglýsing -