Hið árlega jólahraðskákmót Skákfélags Akureyrar verður haldið á Lyst í Lystigarðinum sunnudaginn 28. desember og hefst kl.16.

Þetta verður fjórða árið í röð sem við njótum gestrisni Lystar og er mótið óðum að festa sig í sessi sem eitt skemmtilegasta mót ársins. Yfirleitt er vel mætt á þetta mót og þá láta sjá sig ýmsir gamlir félagar sem annars sjást sjaldan á mótum, svo og aðrir skákáhugamenn sem reka inn nefið, enda er mótið opið öllum. Tefldar verða níu umferðir með umhugsunartímanum 4-2.

- Auglýsing -