SSON vann afar mikilvægan sigur á Víkingum. Mynd: GB

Víkingaklúbburinn hefur 2½ vinnings forskot á Íslandsmóti skákfélaga þrátt fyrir tap með minnsta mun, 3½-4½, gegn SSON. Fimm skákum lauk með jafntefli en SSON vann tvær skákir en Víkingar eina.

Toppviðureignin

Huginsmenn steinlágu fyrir SA í gær. Mynd: GB

Afar óvænt úrlitu urðu þegar Akureyringar unnu Hugin 5½-2½. Huginsmenn halda engu að síður þriðja sætinu. Fjölnismenn unnu einnig nokkuð óvæntan sigur á TR, 4½-3½, sem eru engu að síður í því fjórða. Deildin hefur hins vegar óneitanlea jafnast..

Úrslit 4. umferðar

Staðan í fyrstu deild

Víkingar hafa 2½ vinningsforskot á SSON. Víkingar mæta sterkri sveit TR í 4. umferðinn sem hefst kl. 11. SSON mætir Breiðabliki, Bolungarvíkur og Reykjanesi.

Það stefnir í afar harða baráttu nokkurra félaga um að vera á topp 6 sem gefur sæti í hinni nýju úrvalsdeild sem hefur göngu sína næsta keppnistímabil. Aðeins munar 5 vinningum á sveitinni í 3. sæti og þeirri í sjöttu sæti.

Rk. Team TB1 TB2
1 Víkingaklúbburinn a-sveit 26 6
2 Skákfélag Selfoss og nágrennis 23,5 8
3 Skákfélagið Huginn 19 5
4 Taflfélag Reykjavíkur a-sveit 18 4
5 Breiðablik, Bolungarvík og Reykjanes 16,5 5
6 Taflfélag Garðabæjar 16,5 4
7 Skákdeild Fjölnis 15,5 4
8 Skákfélag Akureyrar 14 4
9 Víkingaklúbburinn b-sveit 6 0
10 Taflfélag Reykjavíkur b-sveit 5 0

 

Nánar á Chess-Results.

2. deild

KR-ingar náðu góðum úrslitum gegn Hrókum alls fagnaðar í gær og eru efstir ásamt TV

Skákdeild KR og Taflfélag Vestmannaeyja eru hnífjafnar í efsta sæti. B-sveit Skákfélags Akureyrar er í þriðja sæti með 12 vinninga. Stefnir í spennandi toppbaráttu en síður í spennandi baráttu um sæti í 1. deild.

Rk. Team TB1
1 Skákdeild KR 14
2 Taflfélag Vestmannaeyja 14
3 Skákfélag Akureyrar b-sveit 12
4 Skákfélagið Huginn b-sveit 10
5 Skákdeild Hauka 6,5
6 Skákdeild Fjölnis-b 6
7 Hrókar alls fagnaðar 5
8 Taflfélag Garðabæjar b-sveit 4,5

 

3. deild

B-sveit Breiðabliks, Bolungarvíkur og Reykjanes er efst í 3. deild. Þeir mættu Austfirðingum í gær.

B-sveit Breiðabliks, Bolungarvíkur og Reykjaness er efst í 3. deild. Skáksamband Austurlands er í öðru sæti, öldungalið Skákfélags Akureyrar í þriðja sæti og Skákgengið í því fjórða. Fjögur efst sætin gefa sæti í 2. deild að ári. Þrjá neðstu falla í 4. deild.

Rk. Team TB1 TB2
1 Breiðablik, Bolungarvík og Reykjanes b-s 5 13
2 Skáksamband Austurlands 5 11
3 Skákfélag Akureyrar öldungalið 5 10,5
4 Skákgengið 4 10
5 Skákdeild KR b-sveit 4 9,5
6 Taflfélag Reykjavíkur c-sveit 3 9,5
7 Hrókar alls fagnaðar b-sveit 3 9,5
8 Taflfélag Reykjavíkur d-sveit 3 9,5
9 Vinaskákfélagið a-sveit 3 9
10 Víkingaklúbburinn c-sveit 3 8
11 Taflfélag Akraness 2 9,5
12 Vinaskákfélagið b-sveit 2 8,5
13 Skákfélag Sauðárkróks 0 6
14 Breiðablik, Bolungarvík og Reykjanes c-s 0 2,5

Nánar á Chess-Results.

4. deild

Það dugði ekki fyrir Eyjamenn að stilla upp þingmanni á fjórða á móti B-sveit SSON.

B-sveit SSON er á toppnum. c-sveit Taflfélags Garðabæjar er í öðru sæti og e-lið Taflfélags Reykjavíkur í því þriðja.

Rk. Team TB1 TB2
1 Skákfélag Selfoss og nágrennis b-sveit 6 13
2 Taflfélag Garðabæjar c-sveit 5 10,5
3 Taflfélag Reykjavíkur e-lið 4 12
4 Taflfélag Vestmannaeyja b-sveit 4 11,5
5 Víkingaklúbburinn d-sveit 4 11,5
6 Skákfélagið Huginn c-sveit 4 10,5
7 Skákdeild Fjölnis c-sveit 4 9,5
8 Taflfélag Vestmanneyja c-sveit 4 9
9 Skákfélag Selfoss og nágrennis c-sveit 3 11
10 Skákfélag Selfoss og nágrennis d-sveit 2 8
11 Skákfélag Akureyrar c-lið 2 7
12 Taflfélag Reykjavíkur f-lið 2 6,5
13 Breiðablik unglingalið-a 2 6,5
14 Grindavík 2 6,5
15 Skákfélag Selfoss og nágrennis e-sveit 0 7
16 Skákdeild Fjölnis unglingalið 0 4

Úrvalsdeild að ári

Á næsta ári verður tekin upp úrvalsdeild. Skákáhugamönnum til fróðleiks verður deildaskipting að ári birt í samræmi við stöðuna eftir hverja umferð. 

  • Úrvalsdeild
  • 1. deild
  • 2. deild 
  • 3. deild
  • 4. deild

Heimasíða mótsins