Jafnt varð í spennandi viðureign Taflfélags Garðbæjar og Taflfélags Reykjavíkur í þriðju umferðar úrvalsdeildar.
TR-ingar unnu á tveimur fyrstu borðunum þar sem Guðmundur Kjartansson og Helgi Áss Grétarsson unnu þá Hjörvar Stein Grétarsson og Hannes Hlífar Stefánsson. Sá síðarnefndi gleymdi því að ekki bættist við viðbótartími eftir 40 leiki og féll á tíma með unnið tafl.
Það var Svíinn Isak Storme sem náði að tryggja TG dýrmætt stig með sigri á Magnúsi Erni Úlfarssyni í síðustu skák viðureignarinnar. Félögin eru hnífjöfn á toppnum.
Íslandsmeistarar Víkingaklúbbsins unnu Skákfélag Akureyrar 5-3 og Skákdeild Fjölnis vann Skákdeild Breiðabliks, 5½-2½.
Einstaklingsúrslit 3. umferðar
Staðan
Veitt eru 2 stig fyrir sigur í viðureign en eitt fyrir jafntefli.
- 1.-2. TG og TR 5 stig (15½ v.)
- 3. Fjölnir 3 stig (12½ v.)
- 4. Víkingaklúbburinn 3 stig (10½ v.)
- 5. Breiðblik 2 stig (8½ v.)
- 6. SA 0 stig (9½ v.)
Í öðrum deildum en úrvalsdeild eru búnar tvær umferðir.
1. deild
Taflfélag Vestmannaeyja sem vann Skákdeild KR er í forystu í 1. deild með 4 stig. B-sveitir SA og TR eru í 2. og 3. sæti með með 3 stig eftir jafntefli í innbyrðis viðureign.
2. deild
Skákgengið, b-sveit breiðabliks og c-sveit TR eru á toppnum með 4 stig.
3. deild
B-sveit SA, d-sveit TR og Vinaskákfélagið eru efst með fullt hús stiga, 4 stig.
4. deild
Skákfélag Sauðárkróks, e-sveit TR og b-sveit Vinaskákfélagsins hafa fullt hús stiga.