TR vann stórsigur á Íslandsmeisturum Víkingaklúbbsins. Unnu á fimm fyrstu borðunum! Mynd: HS

Taflfélag Garðabæjar og Taflfélag Reykjavíkur byrja bæði afar vel í úrvalsdeild Íslandsmóts skákfélaga. Önnur umferð fór fram í gærkveldi.  TR vann afar sannfærandi sigur á Íslandsmeisturum Víkingaklúbbsins þegar meistarnir steinlágu 6½-1½. Athyglisvert er að TR-ingar unnu skákirnar í fimm fyrstu borðunum.

TG vann Skákdeild Fjölnis 5-3. Skákdeild Breiðabliks vann sigur á Skákfélagi Akureyrar með minnsta mun og er í þriðja sæti.

Veitt eru 2 stig fyrir sigur í viðureign og 1 fyrir jafntefli.

Staðan

  • 1.-2. TG og TR 4 stig (11,5 v.)
  • 3. Breiðblik 2 stig
  • 4. Fjölnir 1 stig (7 v.)
  • 5. Víkingaklúbburinn 1 stig (5,5 v.)
  • 6. SA 0 stig

Úrslit 2. umferðar

 

1. deild

Afar óvænt úrslit þegar Eyjamenn lögðu Selfyssinga, sem nýlega lentu í 5. sæti á EM taflfélaga, örugglega að velli. KR og b-sveit TG unnu jafnframt sínar viðureignir.

Úrslit 1. umferðar 

2. deild 

Austfirðingar, Skákgengið, b-sveit Breiðabliks og c-sveit TR hófu 2. deildina með sigri.

Úrslit 1. umferðar

3. deild

Vinaskákfélagið, b-sveit Taflfélag Vestmannaeyja, c-sveit Skákfélag Akureyrar og d-sveit Taflfélags Reykjavíkur unnu sigra í 1. umferð

Úrslit 1. umferðar

4. deild

Í 4. deild tefla 15 lið. Goðinn byrjaði best allra liða með 6-0 sigri.

Úrslit 1. umferðar