Kvikudeild Íslandsmóts skákfélaga hefst rétt í þessu í Rimaskóla. Íslandsmeistarar Taflfélags Garðabæjar hefja titilvörnina gegn Víkingaklúbbnum. Fjölnir teflir við KR og Taflfélag Reykjavíkur mætir Taflfélagi Vestmannaeyja.

Beinar útsendingar eru frá fyrstu umferðinni á Lichess. Þó með 15 mínútna seinkun eins og tíðgast á flestum mót í dag nema í Katar.

Slóð á beinar útsendingar

Mótið á chess-Results

Pörun fyrstu umferðar

Tímaritið Skák

Minnt er á að Tímaritið Skák verður hægt að nálgast á skákstað. Hægt verður að borga blaðið með greiðslukorti eða innlögn. Gjafverð á ritinu eða kr. 2.500. Gjöf en ekki gjald fyrir þetta gæðarit sem Gauti Páll á langmestan heiður af sem verður sífellt betra og betra með hverju tölublaði.

Fyrir þá sem ekki komast um helgina má panta blaðið á netinu sem verður sent í pósti eftir helgi. Sjá hér.