Mótaáætlun

jún
1
Mán
2020
Áðalfundur Skákdeildar KR
jún 1 @ 19:00 – 20:00
Áðalfundur Skákdeildar KR @ Skákdeild KR | Reykjavík | Ísland
Aðalfundur
Aðalfundur skákdeildar KR fer fram mánudaginn 1. júní 2020 kl. 19.00, í skáksal skákdeildar, í félagsheimili KR Frostaskjóli 2, 107 Reykjavík.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
f.h. stjórnar skákdeildar KR
Kristján Stefánsson formaður skákdeildar KR frá stofnun deildarinnar 1999.
jún
8
Mán
2020
Aðalfundur TR 2020
jún 8 @ 19:30 – 21:30
Aðalfundur TR 2020 @ Félagsheimili TR | Reykjavík | Ísland

Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 8. júní klukkan 19:30 í húsnæði félagsins að Faxafeni 12.

Dagskrá fundarins eru

  1. Venjuleg aðalfundarstörf.
  2. Önnur mál
jún
13
Lau
2020
Aðalfundur SÍ 2020
jún 13 @ 10:00 – 15:00
Aðalfundur SÍ 2020 @ Reykjavík

Stjórn Skáksambands Íslands boðar hér með til aðalfundar Skáksambandsins í samræmi við 8. gr. laga SÍ.

Fundurinn verður haldinn laugardaginn 13. júní 2020 kl. 10:00 í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.

Minnt er á 9. grein laga SÍ en sú grein hljóðar svo:

Við atkvæðagreiðslu á aðalfundi á hvert félag eitt atkvæði enda hafi það a.m.k. 10 félagsmenn með lögheimili á Íslandi í Keppendaskrá Skáksambandsins tveim vikum fyrir aðalfund. Eitt atkvæði bætist við hjá félagi fyrir hverja sveit sem það sendir í Íslandsmót skákfélaga það árið. Við atkvæðagreiðslu um kjörbréf í upphafi fundar skal gilda sú regla, að hvert félag fari ekki með fleiri atkvæði en það hafði á aðalfundi árið áður. Enginn fulltrúi getur farið með meira en eitt atkvæði á fundinum. Við atkvæðagreiðslur á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti atkvæða, nema um þau mál sem sérstaklega eru tilgreind í þessum lögum.

Einnig skal bent á 6. grein:

Standi aðildarfélag í gjaldfallinni skuld við sambandið hefur það ekki rétt til að eiga fulltrúa á aðalfundi. Skákdeildir í félögum geta átt aðild að sambandinu, enda hafi þá minnst 10 menn bundist slíkum samtökum. Heimilt er tveimur eða fleiri aðildarfélögum í sama landshluta að stofna með sér svæðissamband.

Meðfylgjandi er sex lagabreytingatillögur sem bárust auk einnar greinargerðar (samtals sjö viðhengi).

feb
13
Lau
2021
Dómaranámskeið á samskiptaforritinu ZOOM
feb 13 @ 10:00 – feb 14 @ 12:00
Skákdómaranefnd Skáksambands Íslands mun halda námskeið til landsdómararéttinda (NA) um næstu helgi, nánar tiltekið laugardaginn 13. febrúar frá kl. 10:00 til 12:00 og sunnudaginn 14. febrúar frá kl. 10:00 til 12:00.
Þátttaka í námskeiðinu er ókeypis.
Námskeiðið verður á „léttu nótunum“ og ekkert próf verður lagt fyrir þátttakendur!
Þeir sem hyggja á þátttöku geta tilkynnt hana hér í athugasemdum eða sent mér tölvupóst á netfangið kristjan@kristjan.is eða haft samband í síma 898 8822. Tengill á námskeiðið (ZOOM) verður sendur þeim sem skrá sig.
Dagskrá:
Farið verður yfir grunn- og keppnisreglur FIDE, viðauka um at- og hraðskákir, leiðbeiningar fyrir mótshaldara, mótsreglur í keppnum og góðar venjur, val á „tie-break“ kerfum, skiptingu verðlauna (Hort kerfið), grunnreglur fyrir svissneska kerfið og hollenska pörunarkerfið, allir við alla (RR) kerfið og Berger töflur, reglur (skilyrði) um skákir sem verða teknar til stigaútreiknings, stillingar á skákklukkum, anti-cheating (svindl) reglur og annað viðeigandi réttindum til landsdómara.
Við kíkjum svo aðeins inn í Swiss-Manager kerfið og á Chess-Results síðuna auk heimasíðu FIDE – eða allt eins og tími vinnst til og umræður á námskeiðinu leiða okkur.
Skáksambandið mun leyfisskrá þátttakendur hjá FIDE og í framhaldi af því geta þeir annast dómgæslu í öllum „venjulegum“ skákmótum hér á landi sem reiknuð eru til skákstiga – en gefa engin önnur viðurkennd réttindi.
Ég hvet fulltrúa íslenskra skákfélaga, og SÉRSTAKLEGA þá landsdómara (NA) sem SÍ hefur þegar skráð hjá FIDE, og aðra sem áhuga hafa á að afla sér landsdómararéttinda, að sækja námskeiðið sem haldið verður í fyrsta skipti á netinu (ZOOM) og ætti þannig að vera flestum aðgengilegt.
Kristján Örn Elíason, formaður Skákdómaranefndar
apr
27
Þri
2021
Netfundur til kynningar á tillögum laganefndar
apr 27 @ 20:00 – 21:30
Netfundur til kynningar á tillögum laganefndar @ Zoom | Tulsa | Oklahoma | Bandaríkin

Laganefnd skáksambandsins hefur sent frá sér tillögur að nýjum lögum og skáklögum fyrir sambandið, sem ætlunin er að leggja fyrir aðalfund 29. maí. Tillögurnar fylgja hér ásamt skýringum með þeim breytingum sem lagðar eru til. Þriðjudagskvöldið 27. apríl kl. 20:00 verður efnt til netfundar í gegnum fjarfundaforritið Zoom. Þar mun Þorsteinn Magnússon formaður laganefndar kynna tillögurnar og færi gefst á að koma fram með athugasemdir og ábendingar vegna þeirra áður en þær verða sendar út með fundarboði aðalfundar. Fundarboð aðalfundar verður sent út 29. apríl nk.

Hlekkur á Zoom-fund: https://us02web.zoom.us/j/87593090442?pwd=UDNwYkhWajlHWEhOTnhmTTlCZG5Ndz09

maí
29
Lau
2021
Aðalfundur SÍ
maí 29 @ 10:00 – 16:00
Aðalfundur SÍ @ Taflfélag Reykjavíkur | Reykjavík | Ísland

Stjórn Skáksambands Íslands boðar hér með til aðalfundar Skáksambandsins í samræmi við 8. gr. laga SÍ.

Fundurinn verður haldinn laugardaginn 29. maí kl. 10:00 í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Ef samkomutakmarkanir verða þannig að það sé ekki hægt að halda fundinn í raunheimum verður hann haldinn á rafrænan hátt.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.

Minnt er á 9. grein laga SÍ en sú grein hljóðar svo:

Við atkvæðagreiðslu á aðalfundi á hvert félag eitt atkvæði enda geti sýnt fram á a.m.k. 10 félagsmenn með lögheimili á Íslandi og geti sýnt fram á virka skákstarfsemi. Eitt atkvæði bætist við hjá félagi fyrir hverja sveit sem það sendir í Íslandsmót skákfélaga það árið. Við atkvæðagreiðslu um kjörbréf í upphafi fundar skal gilda sú regla, að hvert félag fari ekki með fleiri atkvæði en það hafði á aðalfundi árið áður. Enginn fulltrúi getur farið með meira en eitt atkvæði á fundinum. Við atkvæðagreiðslur á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti atkvæða, nema um þau mál sem sérstaklega eru tilgreind í þessum lögum.

Einnig skal bent á 6. grein:

Standi aðildarfélag í gjaldfallinni skuld við sambandið hefur það ekki rétt til að eiga fulltrúa á aðalfundi. Skákdeildir í félögum geta átt aðild að sambandinu, enda hafi þá minnst 10 menn bundist slíkum samtökum. Heimilt er tveimur eða fleiri aðildarfélögum í sama landshluta að stofna með sér svæðissamband.

Meðfylgjandi eru tvær lagabreytingatillögur sem bárust frá laganefnd SÍ.

jún
21
Mán
2021
Aðalfundur Hugins
jún 21 @ 19:30 – 21:30
Aðalfundur Hugins @ Zoom

Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 21. júní næstkomandi, kl. 19:30. Í ljósi aðstæðna vegna Covid verður fundurinn haldinn á Zoom (https://us04web.zoom.us/j/73432215792?pwd=N1VVMHNFM2RLSFlQQi9wR2YwQjFRdz09,
Meeting ID: 734 3221 5792, Passcode: 12JXuk).

Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf og kosning um fyrirhugaða sameiningu Skákfélagsins Huginn og Taflfélags Garðabæjar

  1. Fundarstjóri og fundarritari kosin
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Reikningar fyrir 2020 lagðir fram
  4. Umræður um störf stjórnar og afgreiðsla reikninga
  5. Fyrirhuguð sameining Skákfélagsins Hugins og Taflfélags Garðabæjar borin undir atkvæði
  6. Kosning formanns og varaformanns
  7. Kosning stjórnar
  8. Kosning endurskoðenda
  9. Ákvörðun félagsgjalda
  10. Lagabreytingatillögur sem eru löglega boðaðar teknar fyrir
  11. Önnur mál
apr
5
Þri
2022
Opnunarpartý Reykjavíkurmótsins
apr 5 @ 18:00 – 20:00
Opnunarpartý Reykjavíkurmótsins @ Harpa | Reykjavík | Ísland

The Opening Party of the 2022 Reykjavik Open will take place in Hnoss Restaurant, which is located within the Tournament’s playing venue, Harpa Concert Hall.

This is a great opportunity to meet the faces behind the tournament organization and to meet with new people from all over the world!

Special drink offers for participants at the Bar!

We will have a look at some information regarding the tournament and special events and there will be chess sets around.

Looking forward to seeing you!

apr
8
Fös
2022
Reykjavik Open Pub Quiz 2022
apr 8 @ 21:00 – 23:00

The location for this years quiz hasn’t been decided but it will either be in Harpa or very close to it.

Registration on-site!

——————–

The really popular and entertaining chess pub quiz which is becoming a standard feature of the tournament will be here yet again.  As usual there are 30 questions about chess and the history of the game, both recent and past. This will be a pair event.

2018 had the first pair of local winners

The 2018 winners were Peter Doggers and Arne Moll but before them the winners were team GrandEllen, comprising of Nils Grandlius and Ellen Kakulidis. 

maí
21
Lau
2022
Aðalfundur SÍ 2022
maí 21 @ 10:00 – 15:00
Aðalfundur SÍ 2022 @ Taflfélag Reykjavíkur | Reykjavík | Ísland

Stjórn Skáksambands Íslands boðar hér með til aðalfundar Skáksambandsins í samræmi við 5. gr. laga SÍ.

Fundurinn verður haldinn laugardaginn 21. maí 2022 kl. 10:00 í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf skv. 8. gr. laga SÍ.

Vakin er athygli á eftirfarandi atriðum:

  • Tillögur að breytingum á lögum og skáklögum ber að senda stjórn SÍ í síðasta lagi 1. maí, sbr. 16. gr. laga SÍ. Þær verða birtar á vefsíðu SÍ í síðasta lagi 7. maí ásamt ársreikningi, sbr. 7. gr. laganna.
  • Um atkvæðisrétt á fundinum gilda svohljóðandi ákvæði 6. gr. laga SÍ:  ,,Við atkvæðagreiðslu á aðalfundi fer hvert félag með eitt atkvæði enda geti það sýnt fram á a.m.k. 10 félagsmenn með lögheimili á Íslandi og virka skákstarfsemi. Eitt atkvæði bætist við hjá félagi fyrir hverja sveit sem það sendir á Íslandsmót skákfélaga það árið. Standi aðildarfélag í gjaldfallinni skuld við sambandið hefur það ekki rétt til að eiga fulltrúa með atkvæðisrétt á aðalfundi. Við atkvæðagreiðslu um kjörbréf í upphafi fundar skal gilda sú regla, að hvert félag fari ekki með fleiri atkvæði en það hafði á aðalfundi árið áður. Hver kjörinn aðalfundarfulltrúi fer aðeins með eitt atkvæði. Ekki er heimilt að greiða atkvæði samkvæmt umboði eða bréfleiðis. Við atkvæðagreiðslur á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti atkvæða, nema um þau mál sem sérstaklega eru tilgreind í þessum lögum.“
ágú
11
Fim
2022
Frestað: Skákkennaranámskeið
ágú 11 – ágú 14 allan daginn
Frestað: Skákkennaranámskeið

Frestað sjá: https://skak.is/2022/07/23/skakkennaranamskeidi-frestad/

Dagana 11.-14. ágúst næstkomandi mun Skáksamband Íslands standa fyrir skákkennaranámskeiði sem hentar í senn reyndum skákkennurum sem og almennum kennurum sem hafa hug á að kenna skák í sínum skóla. Á námskeiðinu verður m.a. lögð áhersla á ýmsa almenna þætti kennslu svosem bekkjarstjórnun, jákvæðan bekkjaranda, jafnrétti og virðingu.

Námskeiðið verður sett upp þannig að hægt verði að sækja einstaka hluta þess.

Nánari upplýsingar síðar.

 

okt
29
Lau
2022
Fræðsluerindi Skáksambands Íslands
okt 29 @ 11:30 – 13:00
Fræðsluerindi Skáksambands Íslands @ Hótel Natura | Reykjavík | Ísland

Laugardaginn 29. október stendur Skáksamband Íslands  fyrir þremur stuttum fræðsluerindum. Erindin verða haldin á Hótel Natura og eru hluti af skákhátíðinni í tengslum við HM í slembiskák.

Dagskráin er sem hér segir:

11:30 Bekkjar/hópstjórnun

  • Stefán Bergsson æskulýðsfulltrúi Skáksambandsins og grunnskólakennari

12:00 Stelpur í skák

  • Jóhanna Björg Jóhannsdóttir landsliðskona í skák og skákkennari

12:30 Skipulag skákkennslustunda

  • Björn Ívar Karlsson skákennari og yfirþjálfari Skákdeildar Breiðabliks

Öllum er frjálst að mæta, þátttaka er ókeypis og ekki þarf að skrá sig.

Sérstaklega eru allir þeir sem koma að skákkennslu/skákþjálfun barna og unglinga boðin velkomin.

Tilvalið er að kíkja á eitthvert erindanna og stúlkumót Skákskólans í sömu ferð en það hefst 11:00.

mar
28
Þri
2023
Opnunarpartý Reykjavíkurmótsins
mar 28 @ 17:30 – 19:30
Opnunarpartý Reykjavíkurmótsins @ Harpa | Reykjavík | Reykjavíkurborg | Ísland

As in past years, we invite all participants of the 2023 Reykjavík Open to the Opening Party.

The Opening Party of the 2023 Reykjavik Open will take place in Harpa with a more detailed setting to be announced later but it will be a the playing venue, Harpa Concert Hall.

This is a great opportunity to meet the faces behind the tournament organization and to meet with new people from all over the world!

Special drink offers for participants at the Bar!

We will have a look at some information regarding the tournament and special events and there will be chess sets around.

Looking forward to seeing you!

mar
31
Fös
2023
Reykjavik Open Pub Quiz
mar 31 @ 21:00 – 23:00

The really popular and entertaining chess pub quiz which is becoming a standard feature of the tournament will be here yet again.  As usual there are 30 questions about chess and the history of the game, both recent and past. This will be a pair event.

 

apr
2
Sun
2023
Fyrirlestur um Friðriksbók
apr 2 @ 14:00 – 14:45
Fyrirlestur um Friðriksbók @ Harpa | Reykjavík | Reykjavíkurborg | Ísland

Sunnudaginn, 2. apríl, verður fyrirlestur um bókina The Chess Saga of Fridrik Olafsson eftir Øystein Brekke en að mestu leyti byggð á bók Friðriks, Fimmtíu valdar sóknarskákir. Fyrirlesturinn verður fluttur af Øystein og verður í skákskýringarsalnum í Hörpu. Allir velkomnir. Fyrirlesturinn verður á ensku og er ókeypis.

Nánar um bókina

Texti á ensku um fyrirlesturinn

In the fifties. Fridrik Olafsson, now 88, started the modern Icelandic chess revolution when he became a Grandmaster, a World Championship candidate and a national hero.

In 1976 he released a book with 50 selected games up to then. The Icelanders always told that Fridrik ‘s commentaries were maybe even better then those of world famous Bent Larsen.

But they only existed in the tiny Icelandic language. In 2021 finally „The Chess Saga of Fridrik Olafsson“ saw daylight, with 114 games from 1950 to 2013.

There are nice wins against many of the world’s greatest players, including four world champions.

Cowriter and publisher of this book, Øystein Brekke, will give a 45 minutes presentation about the book project and a unique chess career.

jún
10
Lau
2023
Aðalfundur SÍ 2023
jún 10 @ 10:00 – 15:00

Stjórn Skáksambands Íslands boðar hér með til aðalfundar Skáksambandsins í samræmi við 5. gr. laga SÍ.

Fundurinn verður haldinn laugardaginn 10. júní 2023 kl. 10:00 í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf skv. 8. gr. laga SÍ.

Vakin er athygli á eftirfarandi atriðum:

  • Tillögur að breytingum á lögum og skáklögum ber að senda stjórn SÍ í síðasta lagi 21. maí, sbr. 16. gr. laga SÍ. Þær verða birtar á vefsíðu SÍ í síðasta lagi 27. maí ásamt ársreikningi, sbr. 7. gr. laganna.
  • Tilkynningar um framboð til embættis forseta SÍ skulu berast skrifstofu SÍ í síðasta lagi 31. maí sbr. 10. gr. laga SÍ.
  • Um atkvæðisrétt á fundinum gilda svohljóðandi ákvæði 6. gr. laga SÍ:  ,,Við atkvæðagreiðslu á aðalfundi fer hvert félag með eitt atkvæði enda geti það sýnt fram á a.m.k. 10 félagsmenn með lögheimili á Íslandi og virka skákstarfsemi. Eitt atkvæði bætist við hjá félagi fyrir hverja sveit sem það sendir á Íslandsmót skákfélaga það árið. Standi aðildarfélag í gjaldfallinni skuld við sambandið hefur það ekki rétt til að eiga fulltrúa með atkvæðisrétt á aðalfundi. Við atkvæðagreiðslu um kjörbréf í upphafi fundar skal gilda sú regla, að hvert félag fari ekki með fleiri atkvæði en það hafði á aðalfundi árið áður. Hver kjörinn aðalfundarfulltrúi fer aðeins með eitt atkvæði. Ekki er heimilt að greiða atkvæði samkvæmt umboði eða bréfleiðis. Við atkvæðagreiðslur á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti atkvæða, nema um þau mál sem sérstaklega eru tilgreind í þessum lögum.“

Stjórn Skáksambands Íslands

mar
17
Sun
2024
Fræðslufundir Skáksambands Íslands
mar 17 @ 11:00 – 13:00
Fræðslufundir Skáksambands Íslands

Skáksamband Íslands eflir til fræðslufunda í Hörpu meðan á Reykjavíkurskákmótinu stendur yfir.

Fræðslufundirnir verða tveir og munu fara fram sunnudaginn 17. mars í hliðarsal hliðina á skáksalnum.

Fyrri fundurinn mun fjalla um skákkennslu byrjenda. Farið verður yfir ýmis atriði eins og skákleiki ýmis konar, skipulag kennslustundar/skákæfingar og hópstjórnun. Seinni fundurinn er um mótahald og skákreglur og hentar vel þeim sem standa fyrir hvers konar mótahaldi og/eða vilja fikra sig áfram í átt að því að verða viðurkenndir skákdómarar með dómararéttindi. Til að öðlast slík réttindi þarf að fara á þar til gerð FIDE-námskeið.

Þátttaka í síðari fundinum gefur NA-réttindi.

Fyrri fundurinn fer fram milli 11:00 – 11:50 og seinni milli 12:00 og 12:50 um það bil.

Skráningaform

Þátttaka er ókeypis.

Kennarar verða m.a. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Stefán Bergsson, Björn Ívar Karlsson og Gunnar Björnsson.

apr
27
Lau
2024
Aðalfundur Vinaskákfélagsins
apr 27 @ 14:00 – 17:00
Aðalfundur Vinaskákfélagsins @ Aflagrandi 40 | Reykjavík | Reykjavíkurborg | Ísland

Aðalfundur Vinaskákfélagsins verður haldinn laugardaginn 27 apríl 2024 í Samfélagshúsinu Aflagranda 40, 107 Reykjavík klukkan 14:00. 

Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:

  1. Forseti setur fundinn.
  2. Kosning fundarstjóra.
  3. Kosning ritara.
  4. Skýrsla stjórnar lögð fram.
  5. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
  6. Lagabreytingar.
  7. Kosning stjórnar.
  8. Önnur mál.

Kaffi og kaka í boði.

Allir eru Velkomnir! 

jún
8
Lau
2024
Aðalfundur SÍ 2024
jún 8 allan daginn
Aðalfundur SÍ 2024

Dags. ekki staðfest. Boðað verður til fundarins með lögmætum fyrirvara.