Fullorðinsnámskeið Skákskóla Íslands

0
501

Námskeiðið er í boði fyrir 25 ára og eldri og eru kennslustundir alls 6. Kennt er einu sinni í viku á fimmtudögum kl. 19:30-21:30 í húsnæði Skákskóla Íslands, Faxafeni 12. Verð er 12.000.-

Námskeiðið hefst fimmtudaginn 7. febrúar og lýkur fimmtudaginn 21. mars, ekki er kennt fimmtudaginn 28. febrúar vegna Íslandsmóts skákfélaga.

Námskeiðið er í umsjón Ingvars Þórs Jóhannessonar og Sigurbjörns Björnssonar. Lokakvöldið verður í höndum Helga Ólafssonar stórmeistara í skák.

Umfjöllunarefnin verða af ýmsum toga, svo sem mynsturfræði (pattern recognition), byrjarnir, netskák, þjálfun með skákþrautum o.s.fr. Upplagið er að fyrri partur hvers tíma sé kennsla og seinni hlutinn hraðskák.

Skráning fer fram á netfanginu skaksamband@skaksamband.is og eru skákmenn af öllum styrkleikum hvattir til að fjölmenna á námskeiðið!