Stórmeistarinn Héðinn Steingrímsson sigraði örugglega á afar vel skipuðu kynslóðamóti Skákskóla Íslands sem haldið var fimmtudagsvöldið 24. janúar. Tefldar voru átta umferðir og voru tímamörkin 3 2 eða þau sömu og tíðkast á heimsmeistaramótinu í hraðskák.  Héðinn hlaut 7 ½  vinning af átta mögulegum en í 2. sæti kom Ingvar Þór Jóhannesson með 6 ½ vinning. Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson var þriðji með 6 vinninga.

Keppendurnir sem voru 34 talsins  tóku forskot á sælu Skákdagsins sem var í gær þann 26. janúar en það er jafnframt er afmælisdagur fyrsta íslenska stórmeistarans, Friðriks Ólafssonar.

Kynslóðamót Skákskólans hafa verið haldin annað veifið mörg undanfarin ár en tilgangur þeirra er að gefa ungum og efnilegum skákmönnum kost á að spreyta  sig í hraðskák gegn sér eldri og reyndari mönnum og ýmsum af fremstu  skákmönnum þjóðarinnar. Að þessu sinni var mótið tileinkað keppendum sem munu tefla fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu í skólaskák sem hefst í Borganesi um miðjan næsta mánuð.

Skákstjóri  var Gunnar Björnsson forseti SÍ en hann var einnig meðal þáttakenda. Aðal skipuleggandi var Helgi Ólafsson skólastjóri Skákskóla  Íslands.

Lokastaðan á Chess-Results.