Ingvar Þór Jóhannesson á eftir að gera lokaumferð EM ungmenna betri skil með lokapistli um mótið. Í dag er langur og strangur ferðadagur framundan hjá hópnum og tók ritstjóri það að sér að fjalla um lauslega lokaumferðina og niðurstöðuna. Ingvar mun svo skrifa lokapistilinn þegar hann hefur tök á.

Fimm vinningar komu í hús í lokaumferðinni. Vignir Vatnar (u16), Benedikt Þórisson (u14) og Batel  (u12) unnu sínar skákir. Birkir Ísak (u18), Stephan Briem (u16), Arnar Milutin (u16) og Bendikt Briem (u14) gerðu jafntefli en aðrar skákir töpuðust.

Vignir fékk flesta vinninga íslensku krakkanna með 6 samtals. Hilmir Freyr (u18) Stephan, Benedikt Briem og Batel fengju 4½ vinning.

Árangur íslensku krakkanna

Alls komu 38,5 stig inn í íslenskt skákstigahagkerfi eftir Slóvakíu. Þeir sem hækka mestu eru Birkir Ísak (+81), Benedikt Þórisson (+68) og Arnar Heiðar (+51).

Fararstjórar og þjálfarar krakkanna voru Ingvar Þór og Helgi Ólafsson. Kann Skáksambandið þeim bestu þakkir fyrir afar góð störf.