Vignir Vatnar Stefánsson sigraði á Meistaramóti Skákskóla Íslands sem lauk á sunnudagskvöldið. Vignir hlaut 6½ vinning af 7 mögulegum og tryggði sigur sinn með því að gera stutt jafntefli við Arnar Milutin Heiðarsson  í lokaumferðinni.  Vignir er því meistari Skákskóla Íslands í fyrsta sinn.

Aron Thor Mai kom næstur með 6 vinninga og Gauti Pall Jónsson varð i 3. sæti með 4½ vinning. Átta keppendur tefldu allir við alla í A-riðli og voru tefldar at-skákir með tímamörkunum 25 10.

Lokastaðan á Chess-Results

Efstu menn í flokki 1600 og minna

Í B-riðli sem skipaður var keppendum undir 1600 elo-stigum vann Benedikt Þórisson glæsilegan sigur, hlaut 7½ vining af átta mögulegum. Hann var 2 vinningum fyrir ofan næsta mann sem var Stefán Orri Davíðsson. Benedikt hækkar um 100 elo- stig fyrir frammistöðuna.

Í 3.–5. komu Tómas Möller, Ingvar Wu, Kristján Dagur Jónsson og Iðunn Helgadóttir. Tómas Möller hreppti bronsið með bestu mótsstigin.

Verðlaunahafar í flokki 1600 og minna.

Sérsök verðlaun voru veitt fyrir bestan ártangur keppenda undir 1200 elo-stigum.   Þar náði bestu árangri Iðunn Helgadóttir, Sæþór Ingi Sæmnundarson varð í 2. sæti og Josef Omarsson í 3. sæti. Tefldar voru átta umferðir með tímamörkunum 30 30, sem þýðir að mótið er reiknað til alþjólegra elo-stiga. Benedikt hækkaði mest en næst koma Anna Katarina Thoroddsen sem hækkaði um 69 elo-stig og Ingvar Wu sem hækkaði um 58 elo stig.

Kampkátir keppendur í lok móts.

Lokastaðan á Chess-Results.

Eins og undanfarin ár var GAMMA var aðalstyktaraðaili mótsins en alls voru veittir sex ferðavinningar auk annarra verðlauna. Agnar Tómas Möller frá GAMMA lék fyrsta leik mótsins.

Meistarar Skákskóla Íslanda frá því að mótið var haldið fyrst árið 1994 hafa orðið þessir:

 • 1994: Kristján Eðvarðsson
 • 1995: Magnus Örn Úlfarsson
 • 1996: Kristján Eðvarðsson
 • 1997: Jón Viktor Gunnarsson
 • 1998: Jón Viktor Gunnarsson
 • 1999: Stefán Bergsson
 • 2000: Stefán Kristjánsson
 • 2001: Stefán Bergsson
 • 2002: Davíð Kjartansson
 • 2003: Dagur Arngrímsson
 • 2004: Halldór Brynjar Halldórsson
 • 2005: Dagur Arngrímsson
 • 2006: Dagur Arngrímsson
 • 2007: Guðmundur Kjartansson
 • 2008: Guðmundur Kjartansson
 • 2009: Sverrir Þorgeirsson
 • 2010: Hjörvar Steinn Grétarsson
 • 2011: Hjörvar Steinn Grétarsson
 • 2012: Mikhael Jóhann Karlsson
 • 2013: Nökkvi Sverrisson
 • 2014: Dagur Ragnarsson
 • 2015: Jón Trausti Harðarson
 • 2016: Dagur Ragnarsson
 • 2017: Hilmir Freyr Heimisson
 • 2018:  Hilmir Freyr Heimisson
 • 2019 Vignir Vatnar Stefánsson.