Leifur Þorsteinsson kennir í byrjendakennslu Skákskólans. Mynd: Hól

Grunnnámskeið Skákskólans hefst laugardaginn  11. janúar 12:20-13:30 og verða 12 skipti eða til 28. mars, námskeiðið er fyrir byrjendur og lengra komna, miðað við max 1100 stig. Á námskeiðinu er farið yfir helstu grunnatriði í skák, aðeins gleði og gaman. Kennt verður í húsakynnum skólans Faxafeni 12. Gengið inn til hliðar við  66°Norður.

Kennarar eru tveir með hverjum hóp þeir Kristófer Gautason, sem hefur mikla reynslu af skákennslu í grunnskólum Reykjavíkur og í Kópavogi, netfang: Kristofer.Gautason@rvkskolar.is  og Leifur Þorsteinsson skákkennari Landakotsskóla.

Skráning fer fram hér.