Síðan í janúar hefur Skákskóli Íslands boðið uppá Grunnnámskeið í skák á laugardögum 12:20-13:30. Námskeiðið hefur verið virkilega vel sótt og er helsta markmið þess að iðkendur læri helstu grunnatriði í skák ásamt því að hafa gaman að. Námskeiðið er fyrir byrjendur og lengra komna, miðað er við að hámarki 1100 skákstig. Leiðbeinendur eru Kristófer Gautason og Leifur Þorsteinsson. Hvetjum við alla til þess að líta við næstkomandi laugardag.

Óskar Sölvi Lund
Davíð Fannar Þrastarson
Sindri Birgisson
Hlynur Tumi Hreinsson