Verðlaunahafar í u-2000 flokknum. Mynd: Hól.

Ingvar Wu Skarphéðinsson vann öruggan sigur á Meistaramóti Skákskóla Íslands sem lauk um á sunnudaginn. Ingvar hlaut 5½ vinning af 6 mögulegum og varð vinningi fyrir Mikael Bjarka Heiðarsson sem varð einn í 2. sæti með 4 ½ vinning. Í 3.–5. sæti komu bræðurnir Adam og Jósef Omarssynir og Þorsteinn Jakob Þorsteinsson en þeir fengu allir  3½ vinning.

Mótið var afar spennandi og tefldu allir keppendur af miklum styrk. Stigahæsti keppandinn Gunnar Erik Guðmundsson vann tvær fyrstu skákir sínar og virtrist ætla að bæta þriðja sigrinum við í skákinni við gegn Mikael Bjarka í 3. umferð en mátsókn hans geigaði er hann lék kóngi sínum á rangan reit í unninni stöðu.

Keppendur í u2000-flokknum með nafnspjöldin.

Í 4. umferð vann Ingvar hins vegar Mikael Bjarka eftir flókna baráttu og komst þar með í efsta sætið. Hann vann svo báðar skákir sína á sunnudaginn og sigraði glæsilega. Hann tefldi mjög ákveðið og gaf aldrei neitt eftir.

Lokastaðan á Chess-Results.

Verðlaunahafar í u1500-flokknum.

Í flokki keppenda sem voru undir 1500 elo stigum vann hinn 9 ára gamli Birkir Hallmundarson glæsilegan sigur eftir miklar baráttuskákir þar sem gekk á ýmsu. Birkir hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum. Sæþór Ingi Sæmundarson frá Vestmannaeyjum kom næstur með 5 vinninga. Veitt voru sex verðlaun í þessum flokki þar af verðlaun fyrir þá sem voru undir 1200 elo stigum eða stigalausir.

Keppendur í u1500 með nafnspjöldin.

Lokastaðan á Chess-Results.