Námskeið Skákskóla Íslands fyrir krakka á aldrinum 6-11 ára hefjast á ný laugardaginn 7. janúar og standa til 15. apríl. Kennslan fer fram á milli 11:00 og 12:15.
Kennsla miðast við þá sem voru á haustönn Skákskólans september-desember 2022. Þá eru nýir nemendur boðnir sértsaklega velkomnir. Þrír kennarar Skákskólans annast kennsluna, Helgi Ólafsson, Hrund Hauksdóttir og Arnar Milutin Heiðarsson. Námskeið fara fram í húsnæði Skákskóla Íslands að Faxafeni 12. Gengið inn við hlið 66 ͦ Norður (vesturendi hússins).
Verð á önn er 20.000 kr. Allar nánari upplýsingar á vefsíðu skákhreyfingarinnar, skak.is eða í síma 568 9141. Fyrirspurnir má senda á skáksamband@skaksamband.is