Leitað er að öflugum skólastjóra í Skákskóla Íslands sem hefur góða hæfni í samskiptum og samstarfi, vilja til að þróa framsækið starf, er skipulagður og umbótadrifinn og hefur metnað til að ná árangri í starfi.
Skákskóli Íslands var stofnaður árið 1991 og starfar á vegum Skáksambands Íslands. Hlutverk skólans er að annast skákkennslu og efla vöxt og viðgang skáklistarinnar á Íslandi. Nemendur skólans eru um 80 talsins á aldrinum 6 til 25 ára.
Hlutverk skólastjóra er að vera faglegur leiðtogi og byggja upp skipulagt starf sem er í stöðugri þróun í samvinnu við nemendur, foreldra, taflfélög landsins og Skáksamband Íslands. Starfshlutfall er 50% en með möguleika á hærra hlutfalli í gegnum kennslu.
Nýr skólastjóri fær tækifæri til að byggja upp skólann í samvinnu við stjórn hans. Um er að ræða spennandi starf fyrir framsækinn einstakling sem vill leiða uppbyggingu og mótun afreksstarfs.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi skólans
- Veitir faglega forystu og leiðir framsækið og skapandi skólastarf í samræmi við stefnu skólans
- Stuðla að velferð og vellíðan nemenda og starfsfólks
- Samstarf við aðila taflfélaga og Skáksambands Íslands
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun tengd kennslu eða börnum er kostur en ekki skilyrði
- Reynsla af skákkennslu barna og unglinga er æskileg
- Reynsla af starfi með afrekshóp æskileg
- Reynsla af stjórnun og faglegri forystu á sviði kennslu er æskileg
- Reynsla af rekstri, gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana er æskileg
- Leiðtogahæfni, góð hæfni í samskiptum og skipulagshæfileikar
Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá, greinargerð með sýn umsækjanda á uppbyggingu skólans og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum þarf að fylgja sakavottorð.
Umsóknir skulu berast á johanna@skaksamband.is. Umsóknarfrestur er til og með 15. júlí. Upphafsdagur ráðningar er eftir samkomulagi.