Haustönn Skákskóla Íslands hefst 16. september næstkomandi.

Opnað hefur verið fyrir skráningar í flokka skólans

Starf Skákskólans miðar að því að vera metnaðarfullt og hvetjandi. Í flokkum skólans er unnið eftir kennsluáætlunum og hafa nemendur aðgang að kennsluefni í gegnum netið. Skólinn tekur einnig vel á móti iðkendum af landsbyggðinni í gegnum fjarkennslu.

Á heimasíðu Skákskóla Íslands má kynna sér starfsemi skólans.

Nánari upplýsingar veitir Björn Ívar Karlsson skólastjóri Skákskóla Íslands (bjorn@skaksamband.is)