Ungmennameistaramót Íslands U22 – Meistaramót Skákskóla Íslands er í fullum gangi í húsnæði Skákskólans í Faxafeni. Eftir tvær umferðir leiða Vignir Vatnar, Benedikt Briem og Benedikt Þórisson, allir með tvo vinninga.

Það var vel við hæfi að Helgi Ólafsson, stórmeistari og fráfarandi skólastjóri Skákskólans, opnaði mótið með því að leika fyrsta leikinn í skák Vignis og Sigurðar Páls í fyrstu umferð. Keppendur heiðruðu Helga með því að klappa vel fyrir honum og öllu því sem hann hefur lagt af mörkum fyrir skáklífið á Íslandi.

Nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós strax í fyrstu umferð en þeir Haukur Víðis Leósson og Örvar Hólm Brynjarsson höfðu báðir sigur á stigahærri andstæðingum.

Teflt er við góðar aðstæður í Skákskólanum

Dagskrá mótsins:

  1. umferð kl. 18:00 fimmtudaginn 12. desember
  2. umferð kl. 18:00 föstudaginn 13. desember
  3. umferð kl. 11:00 laugardaginn 14. desember
  4. umferð kl. 16:00 laugardaginn 14. desember
  5. umferð kl. 11:00 sunnudaginn 15. desember
  6. umferð kl. 16:00 sunnudaginn 15. desember

Verðlaun:
1. sæti: Ferðakostnaður á skákmót erlendis að verðmæti 100.000 kr. Þátttökuréttur í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands 2026.
2. sæti: Ferðakostnaður á skákmót erlendis að verðmæti 50.000 kr.
3.–5. sæti: Úttekt hjá Chessable.

Stigaflokkaverðlaun:
1900 – 2100 elo:
1. verðlaun: Ferðakostnaður á skákmót erlendis að verðmæti 40.000 kr.
1700 – 1900 elo:
1. verðlaun: Ferðakostnaður á skákmót erlendis að verðmæti 40.000 kr.

Sýnt er beint frá öllum viðureignum mótsins, með 15 mínútna seinkun.

Chess-results
Beinar útsendingar