Opið er fyrir skráningar á námskeið Skákskóla Íslands á vorönn.
Skákskóli Íslands er ætlaður metnaðarfullum ungmennum sem vilja ná enn meiri árangri í skák með afreksmiðuðum æfingum. Hópar skólans eru getuskiptir og unnið er eftir kennsluáætlunum. Nemendur fá aðgang að kennsluefni, heimaverkefnum og upptökum af kennsluefni á læstu svæði á vefnum.
Meðal kennara við Skákskólann eru Björn Ívar Karlsson, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Vignir Vatnar Stefánsson, Hilmir Freyr Heimisson ásamt aðkomu fleiri reyndra meistara og þjálfara.
Nánari upplýsingar um starf Skákskólans má nálgast á vef skólans
Björn Ívar Karlsson
Skólastjóri