Páskamót Vinaskákfélagsins 2019 verður haldið mánudaginn 1. apríl kl. 13.00 (Þetta er ekki aprílgabb) Tefldar verðar 6 umferðir, 7 mínútur í umhugsunartíma per skák. Mótið er reiknað til hraðskákstiga. Verðlaunagripir fyrir 3 efstu sætin auk páskaeggja. Einnig verða dregin út páskaegg í „páska-skák-lottó“ Að sjálfsögðu verða ljúfengar veitingar að hætti VIN í hálfleik. Komið fagnandi í páskastuðið í VIN, Hverfisgata 47.

- Auglýsing -