Ný alþjóðleg stig komu út 1. febrúar sl. Hjörvar Steinn Grétarsson er sem fyrr stigahæsti skákmaður landsins. Adam Omarsson hækkaði langmest frá janúar-listanum.
Topp 100
Hjörvar Steinn Grétarsson (2586) er langstigahæsti skákmaður landsins. Næstir eru Hannes Hlífar Stefánsson (2529) og Jóhann Hjartarson (2524).
100 stigahæstu skákmenn landsins
Mestu hækkanir
Adam Omarsson (+176) hækkaði langmest allra eftir frábæra frammistöðu á Prag Open. Bróðir hann Jósef (+84) er næstur og Bjartur Þórisson (+59) er þriðji. Iðunn Helgadóttir (+58) og Benedikt (+54), bróðir Bjarts, hækka líka um meira en 50 skákstig. Þau þrjú síðastnefndu tefldu öll á Rilton-mótinu. Þrjár skákkonur eru á listanum eftir góða frammistöðu á Prag Open.
Topp 10 yfir stigahækkanir frá janúar
Stigahæstu skákkonur landsins
Lenka Ptácníková (2099) er stigahæsta skákkona landsins. Í næstu sætum eru Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (2021) og Guðlaug Þorsteinsdóttir (1994).
Stigahæstu ungmenni landsins (u20)
Vignir Vatnar Stefánsson (2323) er stigahæsta ungmenni landsins, 20 ára og yngri. Í næstu sætum eru Hilmir Freyr Heimisson (2250) og Stephan Briem (2197).
20 stigahæstu ungmenni landsins
Stighæstu öldungar landsins (+65)
Áskell Örn Kárason (2274) er stigahæsti öldungur landsins, 65 ára og eldri. Næstur er Kristján Guðmundsson (2236) og þriðji eru Björgvin Víglundsson (2206).
20 stigahæstu öldungar landsins
Reiknuð íslensk skákmót
Ekkert kappskákmót var reiknað fyrir febrúar en það mun heldur betur breytast fyrir mars-listann þegar Skákþing Reykjavíkur, Skákhátíð MótX, Skákþing Akureyrar og Skákþing Hugins koma öll til útreiknings.
Tvö hraðskákmót komu til útreiknings nú í febrúar og þrjú atskákmót. Sjá hér.
Heimslistinn
Magnús Carlsen (2862) er stigahæsti skákmaður heims en forystuna hefur engu að síður minnkað um 30 stig á Fabiano Caruana (2842) eftir mótið í Sjávarvík. Ding Liren er þriðji (2805).













