Ný alþjóðleg skákstig komu út 1. júlí sl. Í fyrsta skipti síðan 1. apríl verður gerð úttekt á nýjum stigum hér á Skák.is! Hjörvar Steinn Grétarsson er sem fyrr stigahæsti skákmaður landsins. Elvar Már Sigurðsson hækkaði mest á milli lista.
Topp 50
Hjörvar Steinn Grétarsson (2579) er stigahæsti skákmaður þjóðarinnar. Hannes Hlífar Stefánsson (2542) er næstur og Jóhann Hjartarson (2525) þriðji.
50 stigahæstu skákmenn landsins
Mestu hækkanir
Elvar Már Sigurðsson (+73) hækkar mest frá júní-listanum. Næstir eru Alexander Oliver Mai (+42) og Bjartur Þórisson (+34).
Reiknuð skákmót
Níu skákmót voru reiknuð til stiga í júlí. Þar á meðal var eitt kappskákmót, fyrsta mótið á Brim-mótaröðinni.
- Auglýsing -












