Ný alþjóðleg skákstig komu út í dag, 1. október. Í fyrsta skipti í langan tíma er grundvöllur fyrir stigaúttekt! Hjörvar Steinn Grétarsson er sem fyrr stigahæsti skákmaður landsins. Logi Sigurðarson var eini nýliðinn og Mikael Bjarki Heiðarsson hækkaði mest frá september-listanum. 354 íslenskir skákmenn með kappskáksig teljast virkir.

Athugið að á þessum listum er aðeins að finna virka skákmenn samkvæmt skilgreiningu FIDE. Til að teljast virkur þarf eina reiknaða kappskák á síðustu 12 mánuðum. 

Stigahæstu skákmenn landsins

Hjörvar Steinn Grétarsson (2567) er stigahæsti skákmaður landsins. Í næstu sætum eru Hannes Hlífar Stefánsson (2536) og Jóhann Hjartarson (2525).

Topp 20

Topp 100 má finna á félagagrunni skákmanna

Mestu hækkanir

Einn nýliði er á listanum nú. Það er Logi Sigurðarson (1553).

Mikael Bjarki Heiðarsson (+122) hækkaði mest frá september-listanum. Í næstu sætum eru Ingvar Wu Skarphéðinsson (+62) og Tómas Möller (+62).

Sjá nánar í félagagrunni skákmanna.

Stigahæstu ungmenni landsins (u20)

Hilmir Freyr Heimisson (2352) er stigahæsta ungmenni landsins. Í næstu sætum eru Vignir Vatnar Stefánsson (2313) og Birkir Ísak Jóhannsson (2146).

Topp 10

Sjá nánar í félagagrunni skákmanna

Reiknuð skákmót

- Auglýsing -