Ný alþjóðleg skákstig eru komin út sem taka gildi í dag, 1. nóvember 2020. 459 íslenskir skákmenn teljast virkir og fjölgar þeim umtalsvert frá síðasta lista þegar þeim voru 354. Ljóst er að FIDE hefur breytt sínum skilgreiningum á óvirkum skákmönnum væntanlega vegna Covid en áður þurfti eina reiknaða skák síðustu 12 mánuði.
Hjörvar Steinn Grétarsson er stigahæsti skákmaður landsins, Jóhann Jónsson er stigahæstur nýliða og Bjartur Þórisson hækkar mest frá október-listanum.
20 stigahæstu skákmenn landsins
Hjörvar Steinn Grétarsson (2576) er stigahæsti skákmaður landsins. Í næstu sætum eru Hannes Hlífar Stefánsson (2536) og Jóhann Hjartarson (2525).

Topp 100 á má finna í félagagrunni skákmanna.
Nýliðar og mestu hækkanir
Fimm nýliðar eru á listanum nú. Stigahæstur þeirra er Jóhann Jónsson (1730). Næstir eru Jökull Máni Kárason (1357) og Guðmundur Reynir Róbertsson (1264).
Bjartur Þórisson (+75) hækkar mest frá október-listanum. Í næstum sætum eru Batel Goitom Haile (+42) og Alexander Oliver Mai (+43).
Stigahæstu ungmenni landsins (u20)
Hilmir Freyr Heimisson (2318) er stigahæsta ungmenni landsins. Í næstum sætum eru Vignir Vatnar Stefánsson (2314) og Alexander Oliver Mai (2153).
50 stigahæstu ungmenni landsins
Reiknuð innlend skákmót
Heimslistinn

Topp 100 má nálgast á heimasíðu FIDE.


Nýliðar og hæstu hækkanir











