Chess After Dark í samstarfi með Arena buðu upp á CAD mótið í netskák sem fram fór í gær. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3+2 og tvær pásur teknar þar sem hægt var að nýta sér fínar veitingar á Arena Bytes veitingastaðnum.
Leikar fóru svo að Dagur Ragnarsson kom í mark með 9,5 vinning af 11 mögulegum, tapaði aðeins einni skák. Í öðru sæti varð Ingvar Þór Jóhannesson með 8 vinninga af 11 og Bárður Örn Birkisson tók bronsið með 7,5 vinning.
Vert er að benda á að margir þurftu að hefja leik með 0 af 1 þar sem þeir komust ekki nægjanlega tímanlega inn í mótið. Nokkrir komust alfarið ekki inn í mótið og biðjast mótshaldarar forláts af því. Stafar þetta af furðulegri reglu á chess.com mótum að ekki mega meira en 30% keppendafjölda „late-joina“ eins og það er kallað. Eitthvað sem fer í reynslubankann en að sama skapi má líka gera athugasemd við almennan kúltúr að mæta ekki tímanlega á skákmót!
Þrír efstu menn hlutu eftirfarandi verðlaun
Verðlaun:
- 30.000 kr gjafabréf á Arena
- 20.000 kr gjafabréf á Arena
- 10.000 kr gjafabréf á Arena
Allir vel sáttir, ritstjórn tók gæðapróf á pizzum og vængjum á Arena Bytes og stóðst það væntingar!
Ýmis aukaverðlaun voru veitt
Aukaverðlaun:
- U2100: 10.000 kr gjafabréf á Arena – Guðmundur Lee
- U1800: 10.000 kr gjafabréf á Arena – Mikael Bjarki
- Unglingaverðlaun 15 ára og yngri: 10.000 kr gjafabréf á Arena – Matthías Björgvin
- Happdrætti: 10.000 kr gjafabréf á Arena – Örvar Hólm
- Eldri skákmenn 60+: 10.000 kr gjafabréf á Arena – Róbert Lagerman