Vignir að tafli. — Ljósmynd/Ómar Óskarsson

Vignir Vatnar Stefánsson er nú efstur á SixDays Budapest May mótinu sem hann teflir á þessa dagana. Sex umferðum er lokið og hefur Vignir aðeins tapað einni skák en unnið allar hinar. Í dag vann hann sína fjórðu skák í röð.

Tefldir eru þrír tvöfaldir dagar og mótið klárað á sex dögum eins og nafnið gefur til kynna.

Í sjöttu umferðinni mætti Vignir indverska FIDE meistaranum Ritvik Krishnan (2296). Vignir hafði svart og beitti Sikieyjarvörn. Vignir sýndi mikla þolinmæði í miðtaflinu og lét eiginlega hvítan fara í aðgerðir sem voru of umfangsmiklar í viðhaldi. Smátt og smátt missti Indverjinn tök á sinni stöðu og sínum aðgerðum og Vignir vann lið og sigldi vinningnum heim.

Þar sem Tamas Fodor tapaði í dag er Vignir orðinn efstur í flokknum.

Á morgun er tvöfaldur dagur og þá hefur Vignir hvítt gegn Guillaume Lamard í fyrri skákinni og svo svart gegn Akshay Borgaonkar í seinni skákinni. Mótinu lýkur á þriðjudaginn.

- Auglýsing -