Reykjavíkurmeistarinn fyrrverandi Stefán Steingrímur Bergsson (2163) lauk í dag leik á alþjóðlegu móti í Þýskalandi, 2. Horber Pfingstgambit. Alls tóku 113 skákmenn þátt á mótinu, flestir þýskir. Okkar maður var númer tvö í stigaröðinni og í toppbaráttunni allt mótið. Hér var um hálfgert hraðmót að ræða þar sem umferðirnar sjö voru keyrðar í gegn á fjórum dögum.
Fyrir lokaumferðina hafði Stefán einungis leyft tvö jafntefli og hafði 5 vinninga af 6. Hann mætti reyndum þýskum skákmanni, Agron Zymberi (2121) sem virtist hafa meira eftir á tanknum og lagði okkar mann að velli í lokaumferðinni.
Stefán endaði því í 7. sæti með 5 vinninga af 7 mögulegum og hlaut 10 evrur í verðlaunafé fyrir árangurinn. Stefán tapar 3 elóstigum, stendur nokkurn veginn í stað.
- Mótið á chess-results















