Vignir Vatnar Stefánsson vel einbeittur. — Ljósmynd/Ómar Óskarsson

Svartfellingurinn Denis Kadric (2558) lagði okkar mann Vigni Vatnar Stefánsson að velli í 6. umferð á Budapest Spring Festival en umferðin fór fram í dag á þessu opna móti. Vignir hefur 4 vinninga að loknum 6 umferðum.

Vignir hafði svart og lenti snemma í vandræðum eftir byrjunina. Kadric setti pressu á svörtu stiöðuna og Vignir náði aldrei að leysa vandamálin og klára liðsskipan. Vignir varð að gefast upp í 21. leik þó hann væri peði yfir en þá var staða hans óverjandi.

Vignir reynir að koma til baka í 7. umferðinni þar sem hann mætir Sultan Chubakov (2304) frá Kyrgystan.

Sigurbjörn Hermannsson (1861) teflir í b-flokki og vann sinn annan sigur í dag þegar hann lagði Ungverjann Attila Kecskemeti (1733) í 6. umferðinni. Í þeirri sjöundu mætir hann Sandor Horvarth (1800)

- Auglýsing -