Í sumar býður Breiðablik upp á skáknámskeið fyrir börn á aldrinum 7 til 10 ára. Námskeiðin standa frá 10. júní – 16. ágúst og fara fram í Smáranum. Þátttakendur geta valið sér vikur eftir hentisemi og eru námskeiðin opin öllum börnum, óháð búsetu.

Landsliðskonan Lenka Ptácníková, stórmeistari kvenna, hefur umsjón með námskeiðunum og hefur með sér unga og efnilega skákkennara til aðstoðar.

Skráning og nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu Breiðabliks

- Auglýsing -