Vignir að tafli. Mynd: Facebook-síða mótsins.

Lokaniðurstaðan á  Leca Chess Open í Portúgal varð eilítið svekkjandi þar sem landsliðsmaðurinn og stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson var í góðri stöðu fyrir lokaumfeðrina. Vignir endaði á að tapa í lokaumferðinni og fjórir skákmenn skutust upp fyrir hann á töflunni.

Vignir hafði svart gegn úkraínskum IM Yevgeniy Rosha (2467). Upp kom Catalan og líklegast hófust vandræði Vignis með slökum leik, 11…Rd5??

Hvítur vann tvo menn fyrir hrók og peð eftir 12.e4. Hvíta staðan var alltaf þægilegri eftir það og Vignir náði aldrei að komast aftur inn í skákina að neinu ráði. Svekkjandi að eina tapið komi í lokaumferðinni.

Að sögn Vignis í stuttu samtali við Skak.is sagðist hann hafa ruglast á línum úr undirbúningi sem kostuðu þessi mistök.

Benedikt vann sína skák í lokaumferðinni, Theodór gerði jafntefli en Eiríkur tapaði sinni skák.

Vignir edaði með 6,5 vinning og var skiljanlega hæstur á oddastigum af þeim sem fengu sama vinningafjöld.  Benedikt endaði með 5,5 vinning, Theodór 4 vinninga og Eiríkur 3 vinninga.

Vignir hækkar um tæp 5 elóstig fyrir árangurinn, Benedikt hækkar um 24 stig, Theódór um 59 stig og Eiríkur um 52 stig.

Vignir var númer 3 í stigaröð á þessu 209 manna skákmóti. Auk Vignis voru með í för þeir Benedikt Briem (2148), Theodór Eiríksson (1638) og Eiríkur Orri Guðmundsson (1517).

- Auglýsing -