
Önnur umferð á Opna Norðurlandamótinu fór fram í Þrándheimi í Noregi. Olga Prudnykova náði sér í fínan sigur en Hjörvar gerði jafntefli í sinni skák.
Hjövar hafði svart gen norskum unlingi. Sá tefldi traust gegn caro-kann vörn Hjörvars og gaf fá færi á sér. Hjörvar komst í hróksendatafl peði yfir en Normaðurinn varðist vel og hafði Philidor stöðuna á hreinu og því lítið annað að gera en semja um jafntefli.
Olga náði sér í sigur með hvítu gegn Tore Kolas (2098). Upp kom sikileyarvörn og Olga náði góðum tæknilegum sigri án þess að lenda í neinum vandræðum.
Hjörvar hefur hvítt í þriðju umferð en þar mætir hann norskum skákmanni, Martin Holten Fiskaaen (2225). Olga mæti sænska alþjóðlega meistaranum Emil Hermansson (2429)
Mótið er tæplega 70 manna alþjóðlega skákmót sem jafnframt er Norðurlandamót í skák. Fjöldi titilhafa tekur þátt og sendir Ísland tvo keppendur til leiks. Hjörvar Steinn Grétarsson, sem var stigahæsti skákmaður Íslands ekki alls fyrir löngu, er fulltrúi okkar ásamt Íslandsmeistara kvenna, Olgu Prudnykovu. Hjörvar er sjöundi í stigaröðinni en framundan er væntanlega spennandi mót. Norðmaðurinn Jon Ludvig Hammer (2596) er stigahæstur keppenda.















