Sjöunda umferðin gekk glimrandi vel hjá íslensku keppendunum á Summer Prague Open. Alls komu 2,5 vinningar í hús í 3 skákum sem er vel af sér vikið.

Lenka lagði Tékka að velli, Michal Dome (1965) en Lenka hafði svart í skákinni. Josef náði einnig í góðan sigur en hann lagði Martin Stocek (2165) að velli með hvítu mönnunum. Adam gerði svo jafntefli í sinni skák gegn Tyrkjanum Ibramhim Celik (1835).

Lenka hefur nú 4,5 vinning, Josef 4 vinninga og Adam 3,5 vinning.

Summer Prague Open er opið mót sem fer fram eins og nafnið gefur til kynna í Prag í Tékklandi. Alls taka 208 skákmenn þátt en þó aðeins einn stórmeistari en þó fjöldi titilhafa. Lenka er númer 40 í stigaröðinni, Adam er númer 81 og Josef númer 122

- Auglýsing -