Opið Norðurlandamót hófst í dag í Þrándheimi í Noregi. Um er að ræða tæplega 70 manna alþjóðlega skákmót sem jafnframt er Norðurlandamót í skák. Fjöldi titilhafa tekur þátt og sendir Ísland tvo keppendur til leiks. Hjörvar Steinn Grétarsson, sem var stigahæsti skákmaður Íslands ekki alls fyrir löngu, er fulltrúi okkar ásamt Íslandsmeistara kvenna, Olgu Prudnykovu. Hjörvar er sjöundi í stigaröðinni en framundan er væntanlega spennandi mót. Norðmaðurinn Jon Ludvig Hammer (2596) er stigahæstur keppenda.
Hjövar nýtti sér taktísk mistök andstæðings síns í 31. leik til að sigla vinningnum heim.
Olga var mjög nálægt því að ná fótfestu í miðtafli en varð ekki kápan úr því klæðinu. Alþjóðlegi meistarinn Marius með hvítt stýrði taflinu í eins þægilegan farveg og hægt var í flóknu miðtafli og innbyrti sigurinn.
Framunda er mikil barátta í Noregi!















