Það virðist henta Josef Omarssyni virkilega vel að tefla við skákmenn frá Furstadæmunum. Josef vann sína þriðju skák í röð gegn skákmönnum fra Sameinuðu arabísku Furstadæmunum í dag. Adam gerði jafntefli við skákmann frá sama landi en Lenka tapaði í beinni útsendingu.
Lenka mætti Matous Eret (2316) og hafði hvítt. Byrjanataflmennskan virkaði ekki nógu beitt hjá Lenku og Eret fékk frumkvæði og tilfærsla riddara hvíts til a1 leit út fyrir að taka of mikinn tíma. Svartur vann skiptamun og virtist auk þess hafa fín tök á stöðunni. Lenka varð að lúta í dúk.
Josef vann eins og áður sagði sína þriðju skák í röð, og allar gegn skákmönnum frá Sameinuðu arabísku Furstadæmunum! Adam gerði jafntefli í sinni skák.
Lenka hefur nú 3,5 vinning en bræðurnir hafa báðir 3 vinninga.
Summer Prague Open er opið mót sem fer fram eins og nafnið gefur til kynna í Prag í Tékklandi. Alls taka 208 skákmenn þátt en þó aðeins einn stórmeistari en þó fjöldi titilhafa. Lenka er númer 40 í stigaröðinni, Adam er númer 81 og Josef númer 122














