Skákþing Kópavogs fer fram í veislusalnum í Smáranum 2.- 5. janúar.. Tefldar verða 7 umferðir (3 atskákir og 4 kappskákir) eftir svissneska kerfinu.
Skráning fer fram hér.
Dagskrá
Fimmtudagur 2. janúar klukkan 18:30
1-3. umferð. Atskákir með tímamörkum 20+5
Föstudagur 3. janúar klukkan 18:30
- umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30 og 15min viðbót eftir 40 leiki.
Laugardagur 4. janúar klukkan 11:00
- umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30 og 15min viðbót eftir 40 leiki.
Laugardagur 4. janúar klukkan 17:00
- umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30 og 15min viðbót eftir 40 leiki.
Sunnudagur 5. janúar klukkan 11:00
7 umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30 og 15min viðbót eftir 40 leiki.
Ein hjáseta leyfð í 1-5 umferð (aðrar hjásetur eru án hálfs vinnings). Tilkynna verður hjásetu áður en umferðin á undan hefst (til þess að fá hálfan vinning)
Ef keppandi mætir 30 mínútum eða meira eftir upphaf kappskáka þá tapast skákin.
Verðlaun verða eftirfarandi:
Aðalverðlaun
- Árs ákrift að Vignirvatnar.is
- Þriggja mánaða áskrift að Vignirvatnar.is
- Þriggja mánaða áskrift að Vignirvatnar.is
Einnig mun sá keppendi sem stendur sig best miðað við eigin kappskákstig fá þriggja mánaða áskrift að Vignirvatnar.is
Þátttökugjöld:
Félagsmenn Skákdeildar Breiðabliks eldri en 25ára: 2.000 kr
Iðkendur í Skákdeild Breiðabliks U25: frítt fyrir iðkendur Skákdeildar Breiðablik sem eru 25 ára og yngri.
Frítt er fyrir alþjóðlega- og stórmeistara
Unglingar 16 ára og yngri 2.000 kr
Fullorðnir 4.000 kr.
Keppt er um titlana Skákmeistari Kópavogs 2024 og Unglingameistari Kópavogs 2024 (16ára og yngri). Og hlýtur sá keppandi sem verður efstur (farið eftir oddastigum ef jafnt) þeirra sem eiga lögheimili í Kópavogi eða eru félagsmenn í Skákdeild Breiðabliks titlana.
Núverandi Skákmeistarar Kópavogs eru Gunnar Erik Guðmundsson og Davíð Kolka. Efstur Kópavogsbúa undir 16 ára á síðasta ári var Sigurður Páll Guðnýjarson.

















