Stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson hélt áfram sigurgöngu sinni á Skákþingi Reykjavíkur og hefur enn fullt hús að loknum sex umferðum. Hann lagði enn einn Blikann, Benedikt Briem, að velli en Benedikt lét þó stórmeistarann hafa fyrir hlutunum.
Byrjunin heppnaðist ekkert sérstaklega hjá Vigni og Benedikt í fínum málum en leggur í kjölfarið líklegast full mikið á svörtu stöðuna. Vignir hirti peð sem boðið var uppá og svo annað í kjölfarið. Vignir virtist hafa allt undir fullri stjórn.
Í kringum tímamörkin fór Vignir hinsvegar að missa tökin og Benedikt með fínt mótspil og staðan alls ekkert ljós. Vignir missti af rothöggi eftir 39…Hc4? sem breytti matinu úr 0.0 í +11
Hér hefði 40.Da5 klárað dæmið en Vignir sá það ekki í tímahraki. Í 42. leik kom vendipunkturinn.
Svarta staðan sjónrænt erfiðari en hér hefði 42…Hc2! haldið stöðunni. í 0.00. 42…Kc7? hinsvegar er nánast mát eftir 43.Hxe6!
Góður sigur og setur þetta Vigni í mjög vænlega stöðu á mótinu.
Oliver Aron hoppaði upp í 2. sætið með góðum sigri á Símoni Þórhallssyni. 40. leikurinn reyndist erfiður hjá svörtum.
Hér hefði 40…Dxf2 eða hinn magnaði 40…Bc8!! (og svo …Hxf3) gefið svörtum að öllum líkindum jafntefli. Eftir 40…De4? kom 41.Dh8+ Kg7 42.Hg7 og svartur í vandræðum.
Mikið var um jafntefli á efstu borðum og því litlar sviptingar.
Úrslit 6. umferðar:
Staðan:
Vignir efstur með fullt hús og Oliver vinningi á eftir.
Pörun 7. umferðar:
Vignir mætir Ingvari formanni í 7. umferð en Birkir Ísak og Oliver kljást á 2. borði. Blikarnir Benedikt og Hilmir mætast svo á þriðja borði.


















