Kristján Örn Elíasson hefur um margra mánaða skeið stjórnað, ákaflega vel heppnuðum, vikulegum útvarpsþáttum, á miðvikudögum, á Útvarpi Sögu – sem heita; Við skákborðið.

Í síðastu viku mætti Karl Gauti Hjaltason, í Skipholtið.

Í kynningu um þáttinn segir:

Kristján Örn fær til sín Karl Gauta Hjaltason, alþingismann og formann Taflfélags Vestmannaeyja. Þeir ræddu sterka stöðu skákíþróttarinnar á Íslandi, þingsályktunartillögu Karls Gauta frá því árið 2020 um skákkennslu í grunnskólum, öflugt skákstarf í Vestmannaeyjum, Íslandsmót skákfélaga en félagið stefnir á að landa sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli 2026 á 100 ára afmælisári félagsins. Þá talaði Karl Gauti um Björn Kalman lögfræðing, sem tefldi með félaginu um árabil, og sagði að ýmsir teldu að Björn væri fyrirmynd aðalpersónunnar í hinni heimskunnu skáldsögu Manntafl eftir Stefan Zweig. Margt annað áhugavert bar á góma eins og að Karl Gauti ber svarta beltið í karate en þáttinn í heild sinni má hlusta í spilaranum.

Eldri þætti má nálgast hér á Spotity.

- Auglýsing -