Kristján Örn Elíasson hefur um margra mánaða skeið stjórnað, ákaflega vel heppnuðum, vikulegum útvarpsþáttum, á miðvikudögum, á Útvarpi Sögu – sem heita; Við skákborðið.

Í gær mættu Gauti Ívar og Björn Páll í Skipholtið.

Í kynningu um þáttinn segir:

Í þessum eitthundraðasta frumflutta þætti Við skákborðið tekur Kristján Örn á móti þeim Gauta Páli Jónssyni, ritstjóra tímaritsins Skákar og Birni Ívari Karlssyni, skólastjóra Skákskóla Íslands. Umræðuefnið er tímaritið Skák sem kemur út lok vikunnar eða við upphaf síðari hluta Íslandsmóts skákfélaga, Íslandsmótið, Skákskólann, Norðurlandamót ungmenna í Borgarnesi og margt fleira skemmtilegt.

Eldri þætti má nálgast hér á Spotity.

- Auglýsing -