Vignir að tafli á HM U20 árið 2023 Mynd. David Llada

Stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson tryggði sig í úrslit Síminn Invitational eftir sannfærandi sigur á Aleksandr „Sasha“ Domalchuk-Jonassyni í undanúrslitunum sem fram fóru síðastliðið sunnudagskvöld. Lokastaðan var 5,5-0,5 Vigni Vatnari í vil, og sýndi Vignir sín bestu tilþrif hingað til í mótinu.

Vignir komst vel í gegnum fyrstu skákirnar sem voru nokkuð harðar en eftir það var eins og Vignir setti í fluggír og átti Sasha eiginlega ekki möguleika eftir það. Eftir sex skákir var sigur Vignis tryggður, og sigurinn sýnir enn og aftur afburða styrk hans í hraðskák.

Helgi Áss gerði sér mat úr einni skemmtilegri stöðu í viðureignni í pistli á heimasíðu sinni.

Með sigrinum tryggði Vignir Vatnar sér sæti í úslitunum, þar sem hann mætir sigurvegaranum úr hinum undanúrslitaleiknum, Hannesi Hlífari. Ljóst er að spennandi keppni er framundan og úrslitaviðureignin verður barátta kynslóðanna, hver verður besti Stefánssonurinn að þessu sinni?

Beinar útsendingar RÍSÍ

16-manna úrslit:

9. janúar

  • Helgi Ólafsson – Halldór B. Halldórsson 4-0
  • Jóhann Hjartarson – Ingvar Þór Jóhannesson 2-4

26. janúar

  • Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir – Bragi Þorfinnsson 0-4
  • Helgi Áss Grétarsson – Hannes Hlífar Stefánsson 0-4
  • Björn Þorfinnsson – Aleksandr Domalchuk-Jonasson 4-2

9. febrúar

  • Davíð Kjartansson – Símon Þórhallsson 3-4
  • Hilmir Freyr Heimisson – Dagur Ragnarsson 3,5-2,5
  • Guðmundur Kjartansson – Vignir Vatnar Stefánsson 1-4

Átta manna úrslit:

9. mars

  • Bragi Þorfinnsson – Hannes Hlífar Stefánsson 2,5-3,5
  • Helgi Ólafsson – Ingvar Þór Jóhannesson 3,5-0,5

16. mars

  • Aleksandr – Hilmir 3,5-1,5
  • Vignir – Símon 3,5-0,5

Undanúrslit:

23. mars

Helgi Ólafsson- Hannes Hlífar Stefánsson 5-6

30. mars

Vignir Vatnar Stefánsson – Aleksandr Domalchuk Jonasson 5,5-0,5

Skákáhugamenn eru hvattir til að fylgjast náið með framhaldinu þegar Síminn Invitational lýkur með úrslitakvöldi þar sem jafnvel er von á leynigestum! Um að gera að mæta á Arena!


Fylgist með Skak.is fyrir frekari uppfærslur um Síminn Invitational og aðra viðburði tengda íslenskri skák!

- Auglýsing -