Stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson tryggði sig í úrslit Síminn Invitational eftir sannfærandi sigur á Aleksandr „Sasha“ Domalchuk-Jonassyni í undanúrslitunum sem fram fóru síðastliðið sunnudagskvöld. Lokastaðan var 5,5-0,5 Vigni Vatnari í vil, og sýndi Vignir sín bestu tilþrif hingað til í mótinu.
Vignir komst vel í gegnum fyrstu skákirnar sem voru nokkuð harðar en eftir það var eins og Vignir setti í fluggír og átti Sasha eiginlega ekki möguleika eftir það. Eftir sex skákir var sigur Vignis tryggður, og sigurinn sýnir enn og aftur afburða styrk hans í hraðskák.
Helgi Áss gerði sér mat úr einni skemmtilegri stöðu í viðureignni í pistli á heimasíðu sinni.
Með sigrinum tryggði Vignir Vatnar sér sæti í úslitunum, þar sem hann mætir sigurvegaranum úr hinum undanúrslitaleiknum, Hannesi Hlífari. Ljóst er að spennandi keppni er framundan og úrslitaviðureignin verður barátta kynslóðanna, hver verður besti Stefánssonurinn að þessu sinni?
16-manna úrslit:
9. janúar
- Helgi Ólafsson – Halldór B. Halldórsson 4-0
- Jóhann Hjartarson – Ingvar Þór Jóhannesson 2-4
26. janúar
- Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir – Bragi Þorfinnsson 0-4
- Helgi Áss Grétarsson – Hannes Hlífar Stefánsson 0-4
- Björn Þorfinnsson – Aleksandr Domalchuk-Jonasson 4-2
9. febrúar
- Davíð Kjartansson – Símon Þórhallsson 3-4
- Hilmir Freyr Heimisson – Dagur Ragnarsson 3,5-2,5
- Guðmundur Kjartansson – Vignir Vatnar Stefánsson 1-4
Átta manna úrslit:
9. mars
- Bragi Þorfinnsson – Hannes Hlífar Stefánsson 2,5-3,5
- Helgi Ólafsson – Ingvar Þór Jóhannesson 3,5-0,5
16. mars
- Aleksandr – Hilmir 3,5-1,5
- Vignir – Símon 3,5-0,5
Undanúrslit:
23. mars
Helgi Ólafsson- Hannes Hlífar Stefánsson 5-6
30. mars
Vignir Vatnar Stefánsson – Aleksandr Domalchuk Jonasson 5,5-0,5
Skákáhugamenn eru hvattir til að fylgjast náið með framhaldinu þegar Síminn Invitational lýkur með úrslitakvöldi þar sem jafnvel er von á leynigestum! Um að gera að mæta á Arena!
Fylgist með Skak.is fyrir frekari uppfærslur um Síminn Invitational og aðra viðburði tengda íslenskri skák!

















