Breska skákblaðið Chess.co.uk birtir í maí útgáfu sinni sem kom út í dag, grein Simons Williams um Afmælismót Goðans sem fram fór í Skjólbrekku 13-16 mars sl.

Í greininni fer Simon lofsamlegum orðum um mótið og okkur Goðamenn auk þess sem hann birtir þrjár áhugaverðar skákir úr mótinu. Greinin er samtals 5 blaðsíður (bls 12-16) og má skoða hana og reynar allt blaðið, hér fyrir neðan

„The GingerGM journeyed to Glorious Godinn!“

Þess má geta að sama blaði er grein um Friðrik Ólafsson og Reykjavíkurskákmótið!

Því miður náðist ekki að koma leiðréttingum inn í greinina áður en blaðið fór í prentun og á það aðallega við myndatextana. Það mun verða leiðrétt í júní útgáfu blaðsins.

- Auglýsing -