Degi tvö er lokið á Opna Halmstad mótinu og um leið umferð fimm og sex en í gær voru tefldar kappskákir.
Opna mótið
Allir fjórir keppendurnir fengu einn vinning. Gunnar Erik leiðir hópinn með fjóra vinninga, Örvar Hólm er með þrjá og hálfan vinning, Markús Orri þrjá vinninga og Sigurður Páll tvo.
U1750
Aðalsteinn Egill hefur heldur betur hrokkið í gírinn og eftir að hafa tapað fyrstu tveimur skákunum hefur hann unnið fjórar í röð. Þórarinn Víkingur fylgir skammt á eftir með þrjá og hálfan vinning, Hrannar Már og Halldóra eru með þrjá vinninga og Hallur Steinar er með tvo vinninga.
Í dag lýkur svo leik með tveimur kappskákum.
Hlekkur á Halmstad open
https://resultat.schack.se/ShowTournamentServlet?id=14211
Hlekkur á u1750
https://resultat.schack.se/ShowTournamentServlet?id=14212
Beinar útsendingar
https://lichess.org/broadcast/halmstad-open-2025/round-4/W16YJirE#boards
- Auglýsing -
















