FIDE birti ný at- og hraðskákstig þann 1. ágúst síðastliðinn.
Lítið er að frétta í atskák en í hraðskák nálgast Vignir 2600 stigin og Ingvar Wu velti Aleksandr af stalli sem stigahæsta ungmenni landsins.
Atskák
Stigahæstu skákmenn og skákkonur
Helgi Ólafsson (2496) er stigahæstur íslenskra skákmanna í atskák en aðeins Guðmundur Gíslason (2267) á topp 20 listanum tefldi atskák í mánuðinum, og það á afmælismótinu sínu.
Lenka Ptácníková (2109) er stigahæst skákkvenna.
Ungir og gamlir
Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2287) er stigahæstur ungra skákmanna en Mikael Bjarki Heiðarsson (2108) minnkaði forskot Aleksandrs um eitt stig í mánuðinum.
Helgi Ólafsson er stigahæstur á vizkualdrinum.
Hraðskák
Stigahæstu skákmenn og skákkonur
Vignir Vatnar Stefánsson (2590) nálgaðist 2600 stig í hraðskák með 39 stiga hækkun í mánuðinum, en Vignir var duglegur að mæta á innlend mót í júlí.
Olga Prudnykova (2116) er stigahæst skákkvenna en Lenka Ptácníková (2092) átti góðan mánuð og hækkaði um 26 stig og fór upp í annað sætið.
Ungir og gamlir
Í fyrsta skipti síðan í janúar 2024 er Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2259) ekki stigahæstur ungra skákmanna. Ingva Wu Skarphéðinsson (2264) hækkaði um 50 stig í mánuðinum og komst upp fyrir hann.
Á vizkualdrinum er Hannes Hlífar Stefánsson (2433) enn stigahæstur
Breytingar
Í atskák fór Emilía Embla B. Berglindardóttir (1669) í 100 stiga klúbbinn og Theodór Eiríksson (1779) var nálægt því.
Þrír fóru yfir 100 stiga hækkun í hraðskák. Árni Moustapha Bangoura (1653) hækkaði um 175 stig, Karma Halldórsson (1944) nálgast 2000 stig með 146 stiga hækkun og Dagur Sverrisson (1642) hækkaði um 113 stig.
Af stigaháum má vekja athygli á 50 stiga hækkuninni hjá Ingvari Wu og 47 stiga hækkun hjá Símoni Þórhallssyni (2278).
Fjöldi
Eins og oft áður var Kristófer Orri Guðmundsson (2030) duglegastur í atskák, en hann tefldi 18 skákir. Í hraðskákinni náði Kristján Örn Elíasson (1916) að toppa Vigni með 62 skákir.
Nýliðar
7 koma nýir inn á lista í atskák. Stigahæstur þeirra er Ívar Örn Sigurbjörnsson með 1820 stig. Matthew Fletcher (1892) er stigahæstur nýrra á lista í hraðskák en þar komu 14 nýir inn á lista.